Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir
Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir fæddist í Reykjavík 1951 og ólst þar upp.
Hún lauk stúdentsprófi frá MH og BA-prófi í félagsvísindum frá St. Mary of the Woods í Indiana 1981. Hún hefur meðal annars setið í stjórn Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, dómnefnd bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar og stjórn Félags íslenskra sérkennara.
Ragnhildur Pála hefur búið m.a. í Los Angeles, Bifröst og nú í Vesturbænum. Hún giftist 12.10.1974 Vilhjálmi Egilssyni, fyrrverandi alþingismanni, framkvæmdastjóra Verslunarráðs Íslands og fyrrverandi rektor á Bifröst. Eiga þau fimm börn.
Á 20 ára tímabili sendi Ragnhildur Pála frá sér fjórar ljóðabækur. Sum ljóð hennar eru trúarlegs eðlis, helgikvæði og hymnar, en Ragnhildur Pála er kaþólskrar trúar. Önnur hafa yfir sér erótískan blæ. Algengt þema er tengsl manns og Guðs. Ljóð hennar hafa birst í blöðum og tímaritum, m.a. Skírni.
Ritaskrá
- 1989 Faðmlag vindsins
- 1989 Stjörnurnar í hendi Maríu
- 1987 Andlit í bláum vötnum
- 1970 Hvísl