SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Bára Bjargs

Bryndís Jónsdóttir Bachmann (1886-1973) sendi frá sér eina ljóðabók, Vor í Skálholtsstað, undir skáldanafninu Bára Bjargs, árið 1950. Hún var gift Grími Ásgrímssyni, f. 13.4. 1880, d. 29.8. 1973, steinhöggvara í Reykjavík. Bryndís var systir Hallgríms ljósameistara, föður Helgu Bachmann leikkonu. Bryndís var dóttir Jóns Bachmann, bónda í Steinsholti, bróður Borgþórs, föður leikkvennanna, Önnu, Þóru og Emelíu Borg.

Hún lét eftir sig handrit og ljóð og skjöl, t.d. Í hug mér vakir saga. Störf og ævi Gríms Ásgrímssonar 13. apríl 1880-29. ágúst 1973 og Ævi Hallfríðar Einarsdóttur (1859-1937) sem var móðir hennar.  Skjalasafn Bryndísar er aðgengilegt hjá Kvennasögusafninu.


Ritaskrá

  • 1950 Vor að Skálholtsstað

Tengt efni