SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Eyrún Ingadóttir

Eyrún Ingadóttir er fædd á Hvammstanga 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1987, BA prófi í sagnfræði við HÍ 1993 og diplóma í stjórnun- og starfsmannamálum frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2003. 

Eyrún hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit, meðal annars í LögmannablaðiðVeru og Árnesing. Hún hefur skrifað barnabók, ævisögu og bækur sagnfræðilegs eðlis og árið 2024 kom út hennar fyrsta ljóðabók. 

Ein þekktasta bók Eyrúnar er Ljósmóðirin (2012), söguleg skáldsaga um Þórdísi Símonardóttur, ljósmóður á Eyrarbakka, sem uppi var um aldamótin 1900. Þórdís var þekkt fyrir að berjast gegn yfirgangi og kúgun valdsmanna sem beittu öllum ráðum til að beygja hana í duftið. 

Eyrún var framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands 2003-2024, er skrifstofustjóri hjá Lögmannafélags Íslands og hefur farið sem fararstjóri til Argentínu, Brasilíu, Suður-Afríku, Namibíu, Marokkó, Víetnam, Kambódíu, Japan, Suður-Kóreu og fleiri landa á vegum lögfræðinga, Bændaferða og Mundo. Árið 2023 stofnaði hún bókaútgáfuna Skáldasýsluna.

Eyrún er búsett í Reykjavík. 


Ritaskrá

  • 2024  Upphafshögg: ljóð um listina að spila golf
  • 2020  Konan sem elskaði fossinn
  • 2012  Ljósmóðirin
  • 2005  Ríkey ráðagóða
  • 2005  Sagnamaðurinn Örn Clausen segir sögur af samferðafólki
  • 2002  Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð (meðritstjóri)
  • 1998  Gengið á brattann. Ævisaga Eyjólfs R. Eyjólfssonar „alkakrækis“
  • 1994  Að Laugarvatni í ljúfum draumi. Saga Húsmæðraskóla Suðurlands
  • 1992  Í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna. Saga Húsmæðraskóla Reykjavíkur í 50 ár

Tengt efni