Friðrika Benónýsdóttir
Friðrika Benónýsdóttir er fædd á Húsavík 1956 og alin upp í Reykjadal í Þingeyjarsýslu.
Friðrika lauk stúdentspróf frá Menntaskólann á Ísafirði 1981 og stundaði nám í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands á árunum 1982-1988.
Friðrika hefur sinnt margvíslegum ritstörfum og blaðamennsku á ýmsum miðlum, svo sem Morgunblaðinu, Heimsmynd, Rás 1, Fréttablaðinu, Fréttatímanum, Stundinni, Gay Iceland og Mannlífi.
Meðfram blaðamennskunni var Friðrika bókmenntagagnrýnandi á þessum miðlum og einnig var hún í fjögur ár í hópi gagnrýnenda Kiljunnar á RÚV. Auk þess starfaði hún sem prófarkalesari á Fréttablaðinu frá 2008-2010 og var menningarritstjóri blaðsins 2013-2015.
Fyrsta verk Friðriku á prenti var ljóðabókin Steinfuglar (1992) sem hún gaf út sjálf. Eitt þekktasta verk hennar er líklega ævisaga Ástu Sigurðardóttur, Minn hlátur er sorg (1992).
Nýjasta skáldverk hennar frumsamið er Vályndi (2017), hér segir Friðrika frá efni bókarinnar og tilurð. Fyrir hana var Friðrika tilnefnd til Rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir bestu kynslífslýsingu ársins. Þá hefur Friðrika einnig lagt stund á þýðingar.
Friðrika á tvær uppkomnar dætur og tvo dóttursyni.
Ritaskrá
- 2017 Vályndi (skáldsaga)
- 2017 Eldheit ástarbréf (safn ástarbréfa frá ýmsum tímum)
- 1997 Nema ástin (skáldsaga)
- 1992 Minn hlátur er sorg. Ævisaga Ástu Sigurðardóttur
- 1992 Steinfuglar (ljóðabók)
Tilnefningar
- 2024 Til Ísnálarinnar fyrir þýðingu á Veðrafjall eftir Lizu Marklund
- 2023 Til Ísnálarinnar fyrir þýðingu á Ríki Óttans eftir Hilary Rodham Clinton og Louise Penny
- 2018 Til Ísnálarinnar fyrir þýðingu á Konan í glugganum eftir A. J. Finn
- 2017 Til Rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir bestu kynlífslýsingu í skáldsögunni Vályndi
Þýðingar
- 2024 Silfurkórónan eftir Anna Jansson
- 2023 Voðaskot eftir Katrine Engberg
- 2023 Sá sem kemst af eftir Victor Pavic Lundberg
- 2023 Veðrafjall eftir Liza Marklund
- 2023 Þögli fuglinn eftir Mohlin & Nyström
- 2023 Bara aðeins meira eftir Simona Ahrnstedt
- 2023 Megi dauðinn sofa eftir Anna Jansson
- 2023 Þagnarbindindi eftir Lone Theils
- 2023 Betri maður eftir Louise Penny
- 2022 Orðlaus situr guðinn eftir Anna Jansson
- 2022 Þögn hinna dánu eftir Anna Jansson
- 2022 Nornadrengurinn eftir Lone Theils
- 2022 Hin systirin eftir Mohlin & Nyström
- 2022 Fiðrildið eftir Katrine Engberg
- 2022 Allt eða ekkert eftir Simona Ahrnstedt
- 2022 Kaldamýri eftir Lizu Marklund
- 2022 Ríki Óttans eftir Hilary Rodham Clinton og Louise Penny
- 2021 Heimskautsbaugur eftir Lizu Marklund
- 2021 Ríki hinna blindu eftir Louise Penny
- 2021 Leysingar eftir Stinu Jackson
- 2020 Glerhús eftir Louise Penny
- 2019 Svört perla eftir Lizu Marklund
- 2019 Silfurvegurinn eftir Stinu Jackson
- 2018 Konan í glugganum eftir A. J. Finn