SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðrún Eva Mínervudóttir

Guðrún Eva er fædd í Reykjavík árið 1976 en alin upp víðs vegar um landið, meðal annars í Mosfellssveit, á Kirkjubæjarklaustri og í Garði í Gerðahreppi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1996 en útskrifaðist árið 2007 frá Háskóla Íslands með BA í heimspeki.

Guðrún Eva hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og fékk þau árið 2011 fyrir skáldsöguna Allt með kossi vekur. Hún hefur þrisvar verið tilnefnd til Menningarverðlauna DV og fengið þau tvisvar; árið 2005 fyrir Yosoy og árið 2014 fyrir Englaryk. Einnig hlaut hún Fjöruverðlaunin í byrjun árs 2019 fyrir smásagnasafnið Ástin Texas. Árið 2021 var hún tilnefnd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Aðferðir til að lifa af. Hún hefur einnig hlotið viðurkenningu RÚV fyrir ritstörf og Bókmenntaverðlaun bóksala fyrir skáldsöguna Í skugga trjánna. Meðfram sagnaritun er Guðrún Eva í hlutastarfi sem ritlistarkennari við Listaháskóla Íslands.


Ritaskrá

  • 2024  Í skugga trjánna, skáldsaga
  • 2022  Útsýni, skáldsaga
  • 2019  Aðferðir til að lifa af, skáldsaga
  • 2018  Ástin, Texas, sögur
  • 2016  Skegg Raspútíns, skáldsaga
  • 2014  Englaryk, skáldsaga
  • 2011  Allt með kossi vekur, skáldsaga
  • 2008  Skaparinn, skáldsaga
  • 2005  Yosoy, skáldsaga
  • 2002  Albúm, örsögur
  • 2002  Sagan af sjóreknu píanóunum, skáldsaga
  • 2000  Fyrirlestur um hamingjuna, skáldsaga
  • 1999  Ljúlí ljúlí, skáldsaga
  • 1998  Á meðan hann horfir á þig ertu María mey, smásögur

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2024  Bókmenntaverðlaun bóksala (1. sæti) fyrir Í skugga trjánna
  • 2020  Viðurkenning Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins
  • 2019  Fjöruverðlaunin fyrir Ástin Texas
  • 2014  Menningarverðlaun DV fyrir Englaryk
  • 2011  Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Allt með kossi vekur
  • 2005  Menningarverðlaun DV fyrir Yosoy

 

Tilnefningar

  • 2024  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Í skugga trjánna
  • 2021  Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Aðferðir til að lifa af
  • 2019  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Aðferðir til að lifa af
  • 2016  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Skegg Raspútíns
  • 2014  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Englaryk
  • 2008  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Skaparinn
  • 2000  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Fyrirlestur um hamingjuna 

 

Þýðingar

(í vinnslu)

Þýðingar á verkum Guðrúnar Evu:

  • 2022  Veje til at overleve (Nanna Kalkar þýddi á dönsku)
  • 2022  Austin från Texas (John Swedenmark þýddi á sænsku)
  • 2021  When his eyes are on you, you are the Virgin Mary - bókarkafli (Megan Alica Matich þýddi á ensku)
  • 2020  Unter Engeln (Anita Lüters-Wolff þýddi á þýsku)
  • 2017  Srashtavu (Abraham þýddi á malayalam)
  • 2015  Album (Catherine Eyjólfsson þýddi á frönsku)
  • 2014  Le créateur (Catherine Eyjólfsson þýddi á frönsku)
  • 2014  Alles beginnt mit einem Kuss (Anita Lüters-Wolff þýddi á þýsku)
  • 2013  Tutto si risveglia con y bacio (Silvia Cosimini þýddi á ítölsku)
  • 2012  Yosoy. Skrækteatret ved verdens ende (Nanna Kalkar þýddi á dönsku)
  • 2012  The creator (Sarah Bowen þýddi á ensku)
  • 2011  Der Schöpfter (Tina Flecken þýddi á þýsku)
  • 2010  Nukentekijä (Juha Peura þýddi á finnsku)
  • 2010  Il creatore (Silvia Cosimini þýddi á ítölsku)
  • 2008  Pendant qu’il te regarde tu es la Vierge Marie (Catherine Eyjólfsson þýddi á frönsku)
  • 2007  Yosoy (Silvia Cosimini þýddi á ítölsku)

 

Þýðingar Guðrúnar Evu:

  • 2014  Rhidian Brook: Eftirköstin
  • 2006  Sue Monk Kidd: Leyndardómur býflugnanna
  • 2003  Zizou Corder: Ljónadrengurinn

 

Tengt efni