SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Halldóra K. Thoroddssen

Halldóra K. Thoroddsen fæddist í Reykjavík 1950. Eftir stúdentspróf stundaði hún nám við sálfræðideild Kaupmannahafnarháskóla um hríð en hætti og útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1978. Seinna lá leiðin í Myndlista-og handíðaskóla Íslands og þaðan útskrifaðist hún 1985. Hún hefur starfað við kennslu og umönnun, útlitsteiknun á dagblaði, námskrárgerð í Menntamálaráðuneytinu og dagskrárgerð í útvarpi. Halldóra hefur haldið tvær málverkasýningar, skrifað greinar í blöð og tímarit, flutt útvarpspistla  og fjallað um myndlist í sýningarskrám og um bókmenntir í sjónvarpi.

Halldóra hefur sent frá sér ljóðabækur, örsögusafn, smásögusafn, nóvellu/skáldsögu og skáldsögu. Hún hlaut Fjöruverðlaunin fyrir bók sína ,,Tvöfalt gler” árið 2016 og bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2017 fyrir sömu bók.

Halldóra lést í Reykjavík, 18. júlí 2020.


Ritaskrá

  • 2018 Katrínarsaga
  • 2017 Orðsendingar
  • 2016 Tvöfalt gler (frumútgefið 2015 í tímaritröðinni 1005)
  • 2007 Aukaverkanir
  • 2005 Gangandi vegfarandi
  • 2002 90 sýni úr minni mínu
  • 1998 Hárfínar athugasemdir
  • 1990 Stofuljóð

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2017 Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins: Tvöfalt gler
  • 2016 Fjöruverðlaunin: Tvöfalt gler

Tengt efni