AÐ SÆTTAST VIÐ ÓTTA SINN. Varurð eftir Draumeyju Aradóttur
Draumey Aradóttir. Varurð. Sæmundur 2022, 80 bls.
Allir eiga sína frásögn að hlýða ásínar sögur að segjasinn ótta að sættast viðallir þurfa að mæta sjálfum sérí spurnþú mætir þéren af ótta við svarið líður á lönguþar til þú áræðir að spyrja
Þessar ljóðlínur eru að finna í löngu frásagnarljóði sem ber yfirskriftina AÐ LIFA ER AÐ DEYJA og myndar annan hluta ljóðabókarinnar Varurð eftir Draumeyju Aradóttur. Á undan þessum kafla bókarinnar stendur tilvitnun í J. Kristnamurti: „Með því að horfast í augu við þá staðreynd / að þú berð ábyrgð á því / sem þú hugsar, finnur og gerir / geturðu frelsað þig úr viðjum óttans.“ Ljóðmælandi Varurðar segir sögu sína, tekst á við óttann sem búið hefur hið innra lengi og yfirvinnur hann, eins og lýst er í þessu sterka ljóði.
Líklega er óhætt að fullyrða að hér sé um sjálfævisögulegt ljóð að ræða, að höfundur og ljóðmælandi sé einn og sá sami, og reyndar er líklegt að öll ljóð bókarinnar séu sprottin beint úr lífsreynslu höfundar.
Í ofannefndu ljóði fer ljóðveran í háskalegt ferðalag og mætir ýmsum ógnum. Ferðin liggur í gegnum skóg þar sem: „Sverar rætur tröllvaxinna trjáa hluta sundur rakan leirstíginn // banhungraðar iglur hringa sig hljóðlaust upp úr eðjunni / skríða upp fótleggina, bíta sig fastar með kröftugum kjálkunum / og sjúga sig mettar“. Og fleiri óhugguleg kvikindi mæta henni á leiðinni; risamaurar, „með nálbeitta rana“, slöngur, leðurblökur og sjálflýsandi ormar. Ferðalagið inn í frumskóg óttans verður þó ekki umflúið:
Þótt skógurinn sé uggvænlegur og ljóðveran hnjóti „um kræklótta trjáboli“ þegar „skógurinn þéttist, slóðinn þrengist, rakinn eykst“ og eðjan dragi hana „dýpra / og dýpra undir svikult / yfirborðið“ og hún finni rifna ofan af „viðkvæmum hrúðrum gamalla sára / sem aldrei greru“, þá á hún „engra kosta völ / það er engin leið til baka“. Leiðin liggur um óralanga hengibrú, upp himinháan hamar og inn í myrkan helli, „glorsoltið svarthol“, og að „seigfljótandi síki / með sjálflýsandi ormum“:
Og hér er framundan mesta prófraunin, en ljóðveran „mjakar [sér] á maganum eftir slímugum stiklunum / svo andlitið strýkst við myglugrænt yfirborð síkisins“ og:
gefst upp fyrir óttanum, sársaukanum, lífinudeyrð sjálfri þér og rennur ofan íí fyrsta sinnmætirðu augum hanshugurinn nemur staðar, tíminn raknar uppþað er ekkert áður eða eftir, ekkert sem var eða verður síðaraðeins þessi heilaga kyrrðþar sem lífið deyrtil að geta lifað
Hér er lýst endurfæðingu sem um leið er sigur á áragömlum ótta: „Þú horfir hljóðum huga í hvikul augu óttans / frjáls undan fyrri hugmyndum þín um hann // horfir einlæglega á flóttalegt blik augna hans / og umvefur hann sama kærleika og hin börnin þín“. Ljóðveran finnur friðsældina fylla sig: „hún er varurðin / handa hugsana þinna.“ Í kjölfarið fara fram hamskipti:
Öllu sem aðrir hafa rétt að þér, gert þig að, gert þéröllu sem þú hefur ekki vísvitandi valið þérvarparðu á báliðflettir þig hamnumhugmyndum þínum, kreddum og reynsluflettir hverju laginu á fætur öðruloks stendurðu ein eftirmeð sjálfri þérog frásögn þinnihamslaus skrifarðu sáttmála við óttannmeð bleki úr eigin blóðiúr blóði drifinni þránni eftir að vera sú sem þú ertsú sem þú vilt verasú sem þú hefur alla tíð veriðundir hamnum
Þessi ljóðabálkur er mögnuð lýsing á sjálfsvinnu þess sem þarf að takast á við áfall, sigrast á því og taka á móti „takmarkalausum fögnuðinum / sem fylgir.“ Í kaflanum á undan, fyrsta hluta ljóðabókarinnar, eru sautján ljóð og í flestum þeirra hverfur ljóðveran aftur til bernskunnar, sem er viðkvæmasta tímabilið í lífi flestra og það er til þess æviskeiðis sem rekja má áföllin sem hún þarf að takast á við síðar. Þriðja ljóðið lýsir þessu á afbragðs góðan hátt:
ELDGOSÍ veröld barnsins eru engar viðvaranirgularappelsínugulareða rauðarengar almannavarnirviðbragðsáætlanireða flóttaleiðiraðeins myrkur gneisti álasandi augnaráðsáður en eldurinn brýst út og hraunöldurnar vellaein eftir aðra yfir gígbarminnsvíða og brennaáður en þær loksstorknasetlög af gjóskuí hverri frumu líkamansþótt barnið sé löngu hætt að verabarn
[...] en ég er soldið hrædd við einn gamlankall á hinum sveitabænumsem---semheldur mér stundum fastri þegar hinir krakkarnir eru farnirog lokar og læsir [...]
inni í svefnherbergi situr ung konaog brýtur af stakri alúð saman ótta sinnsveipar hann svörtum silkipappírog leggur á botn ferðatöskunnarallt er komið í húsundir rúmi tromma gömlu draugarnirglaðhlakkalega fingrum í gólf og spyrnaglettnir við fótum hvert sinn sem hún reynirað ota töskunni að þeim