HUGSAÐ TIL ÁSTU. Ráf í Reykjavík
Kristrún Guðmundsdóttir. Ráf í Reykjavík. Reykjavík: Espólín
Kristrún Guðmundsdóttir hefur sent frá sér ljóðabókina Ráf í Reykjavík sem lýst er á baksíðu bókarinnar sem "tilbrigði við smásögu Ástu Sigurðardóttur (1930-1972), Gatan í rigningu".
Kristrún hefur áður sent frá sér fjölda ljóðabóka, auk þess sem hún hefur fengist við skrif fyrir leikhús.
Fyrir handritið að ljóðabókinni Fingurkoss (2000) hlaut Kristrún viðurkenningu Bókmenntaverðlauna Reykjavíkurborgar, kennd við Tómas Guðmundsson.
Líkt og í ofannefndri smásögu Ástu Sigurðardóttur hittum við fyrir konu á ráfi um Reykjavík í þessari nýju bók Kristrúnar - nema að hún sé einfaldlega á huglægu ráfi um ljóðaheim skáldsins. Og líkt og í sögu Ástu, er konan ölvuð, eins og lýst er skemmtilega í eftirfarandi ljóði:
Á ArnarhóliOg sjá, konan kastar sér undir hryggjarsúluIngólfs Arnarsonar sem reisir sig upp í árdagafrá hörðu ráði konungs.Vaknar af blundiog þýtur af stað niður hólinn,í hádeginu hellt úr einni flösku í aðra.Margir sem hér hafa verið,aldrei komist úr sporunum. Leggur sér í munn orðhenni í blóð borið.Sú ákvörðun sem tekin varenginn valkostur, aðeins brú á milli þess að láta kyrrt liggjaog bíða þess að komast að endanlegri niðurstöðu.Með fránu auga víkings lítur hún blátt fjall,til angurs og ama í þágu þræla.Glæstar vonir við Hjörleifshöfða.Skildu þar leiðir fóstbræðra,fleira flækist í forsendumen taflmenn við Lækjargötu.Skál!
Ýmis kennileiti Reykjavíkur birtast í ljóðunum og tengja þau saman, auk Arnarhóls, rekumst við á Tjörnina, Hljómskálann, Öskuhlíðina, Hörpu, Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar, fjörusteina Sigurðar Guðmundssonar við Sæbrautina, svo dæmi séu tekin. Og að sjálfsögðu Esjuna, fjall Reykjavíkur:
Svífur tunglroðið ský
Esjan tær og þögul í sjöunda himnivarpar öndinni niður á Reykvíkinga.Þetta fagurskapaða form hefur hengt sig við borgina.Þessi svífandi árátta í mörgum litum sem hreyfast.Hvílir í fangi hennar.Geðshræring ærlegs fjalls, lifir sitt eigið lag,þurrkar eirðarlausi mergðinni um munninn,þögul vinátta mánans.Kona með appelsínugular kinnará heimleið einhvers staðar frá,hrollur niður hrygglengjuna,eins og sprottin út úr ljóðiLauru Riding Jackson.Tungumálið, hinn annálaði hæfileikasnuðrari
biður um frest, ósýnileg lokalínan falin í skýjunum.
Eins og sjá má af þessum tveimur ljóðum hér að ofan er glettinn tónn í ljóðum Kristrúnar en þótt glettnin sé í fyrirrúmi bregður einnig fyrir sárari tónum. Í mörgum ljóðanna - ekki öllum - má sjá tilvísanir til Ástu Sigurðardóttur og smásögu hennar Gatan í rigningu. Einkar áhrifarík er vísunin í dauða hennar í lokaljóði bókarinnar:
Niður Barónsstíg
Hvikar hvergi þó draumar flöktiog hugsar um þetta í næði: tíminn jafnsýnilegurog ósýnilegur í glampandi tunglsljósiá laugardagskveldi. Engin furðaað hún taldist misjafnlega sett,og fleygt í dýflissu, með flöskuna eina að vini.Neyðist til að leggja sjálfa sig frá sér.Nú er ekkert til lengur nema þetta eintómadýpi. Að lokum aðeins þetta:stígðu inn í orðin, ilmur í lofti,tunglið eltir út í hvern afkima sem hún nær tilog ef konan nemur staðar réttir það henniósvikinn löðrung. Hvaða kvenmaður er þetta?Hún sem eisar rauðum eldi yfir eiturgrænt grasið?Síðustu stundirnar nálgast sem betur ferhefur hún með sér dánarvottorðið
bókað samkvæmt lögum.
Það er gaman að ráfa með Kristrúnu í gegnum ljóðabókina - og gott að endurtaka þann göngutúr til að nema betur það sem fyrir augu og huga ber. Það gæti líka verið góð hugmynd að taka bókina með í gönguferð um Reykjavík, lesa ljóðin við þau kennileiti sem þau nefna og stoppa síðan á Mokka, lesa þar skáldsögu og brosa út í annað - eins og segir í ljóði með yfirskriftina Á Mokka.