SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kristrún Guðmundsdóttir

Kristrún Guðmundsdóttir er fædd 1953 á Suðurnesjum með rætur norður í Þingeyjarsýslu.

Lifibrauð hennar eru íslenskar bókmenntir sem hún miðlar til ungmenna á Suðurnesjum.

Kristrún hefur verið með ljóðasmiðjur fyrir ungt fólk hér heima og í Noregi, þar sem hún starfaði sem bókmenntakennari um skeið.

Fyrstu ljóðabók sína, Hugfró, gaf Kristrún út árið 1996 og síðan hefur hún sent frá sér margar fleiri bækur. Hún hefur hlotið viðurkenningar fyrir ljóð sín bæði hér heima og erlendis.  


Ritaskrá

 • 2022  Eldsbirta
 • 2020  Ráf í Reykjavík
 • 2019  Sólarkaffi
 • 2019  Uppskriftir stríðsáranna (óskáldleg matreiðslubók)
 • 2016  Eldmóður- neðanmálsgreinar við óskrifuð ljóð
 • 2014  A Stranger in Reykjavík
 • 2013  Á sjó (einleikur)
 • 2013  Pabbi, þú ert betri en Picasso 
 • 2012  Englatrompet (óbirt) unnið í Höfundasmiðju Þjóðleikhúss og félags leikskálda
 • 2006  Sunnudagsmálari
 • 2005  Hengiflug
 • 2003  Another Paradox
 • 2001  Huldur
 • 2000  Fingurkoss
 • 1996  Hugfró   

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2000  Viðurkenning Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið að Fingurkoss  

Þýðingar

 • 2023  Þannig var það eftir Jon Fosse

 

Tengt efni