SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir22. september 2023

SORGARMYNDIR

Rakel Hinriksdótir

 

Það er svo gott að fá ljóðabók í hönd sem talar til manns. Um daginn keypi ég mér þannig bók. Höfundur hennar er Rakel Hinriksdóttir.

Hver er Rakel? Þegar ég fletti henni upp sé ég strax að ég hafði margoft séð hana á skjánum. Hún var þáttastjórnandi á N4 með þætti sem bera nafnið Kvöldkaffi. Mér fannst þetta alltaf vera skemmtilegir og góðir þættir. Rakel er nú að gefa út sína þriðju ljóðabók en þessi sem við stöldrum við heitir Aðstandandi hún var gefin út árið 2020. Hinar bækurnar eru Andleg algebra 2021 og Hringfari 2022. Bókin er ekki stór í sniðum og í henni eru aðeins 14 ljóð en það eru líka jafnmargar myndir, myndir sem Rakel hefur málað sjálf. Á baksíðunni segir svo að ,,höfundur lýsir því í texta og myndum, hvernig það er að fylgja foreldri sínu í gegnum ólæknandi krabbameinssjúkdóm….Frásögn í ljóðum og myndum

Orð og mynd

Það er nú kannski ekki rétt að vera að velta sér upp úr ljóðum sem innihalda jafn persónuleg ljóð og í bókinni Aðstandandi . Höfundurinn er greinilega að vinna sig út úr sorg sem hún er að ganga í gegnum. Hún gerir það með því að skrifa niður líðan sína, varpa sorginni frá sér og niður á blað. 

Ljóðin í bókinni Aðstandandi eru myndskreytt og er því um leið viss skírskotun í myndlistarfræði. Hvað tilgangi þjóna myndirnar í ljóðabókum? Hvar er Rakel að segja með myndunum? Reynum að skilja það og spyrjum hvort listfræðin svara því? Auður Ava Ólafsdóttir ritar pistil í tímariti Hugvísindastofnunar og ber hann heitið ,,Ef ég væri mynd hvernig myndurðu þá orða mig?“  Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 1. tölublað: Orð og mynd (01.01.2005) - Tímarit.is (timarit.is)  Hún spyr, kunnum við að lesa okkur til um merkingu myndmáls í sjónmenningu samtímans, þann hluta menningar okkar sem er sýnilegur og nefnir í þessu tilefni myndir Roubins, steinda glugga eða bara verk Ólafs Elíassonar. Mér datt þetta í hug við lestur ljóðanna og skoðun myndanna sem fylgja hverju ljóð. Þar má sjá léttar blekstrokur með pensli á móti léttum texta sem er samt svo þungur og harmrænn og myndirnar sýnast léttar en þegar rýnt er í þær eru þær harmrænar og þungar. Í listfræðinni segir Auður að rannsóknir sýni að myndlistin eigi sitt eigið tungumál og að hún lúti ákveðnum lögmálum hún hafi sinn eigin tjáningarmáta sem er þá kenndur við myndmál eða myndhugsun (e. visual language). Það er vissulega þekkt og hefur þekkts lengi að myndlistarmenn noti marga miðla til þess að koma hugsun/hugverki sínu til skila. Auður segir ,,Listfræðin byggir líkt og önnur túlkunarvísindi, á orðræðu. Augljósasta mótsögn fræðigreinarinnar er sú að listfræði fjallar um myndir með orðum og að orð séu ekki það sama og mynd“. Ósamþættanleiki myndmáls og tungumáls kann því í fljótu bragði að virðast stóri vandi greiningar, túlkunnar og kenningarsmíðar um myndlist, að minnsta kosti ef menn ímynda sér að orðræða um myndlist sé eins konar jarðtenging listaverks“

Þegar farið er á söfn segir Auður ennfremur, að samtímalistamenn notast við tungumálið sem leið til tjáningar á hugverkum sínum. Auður heldur áfram og að það megi sjá slíka notkun á nútímaverkum en bendir á að frásagnarkennd myndlist eigi sér rætur langt langt aftur í aldir. Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 1. tölublað: Orð og mynd (01.01.2005) - Tímarit.is (timarit.is).

Þetta má heimfæra upp á ljóðin hennar Rakelar. Rakel notar myndmálið til jafns á við tungumálið, bæði stundum nokkuð óræð, þá styður það hvort annað því myndin tekur við af orðinu og bætir upp á tjáningu sem orðinu skorti. Í ljóðinu ,,Fjarstödd. Alltaf á tali. Í Ljóðbókinni ,,Aðstandandi“. Fylgir mynd sem sýnir aðstandanda sitja við dánarbeð móður sinnar. Myndin er af stúlku sem er hnuggin og virkar þannig á mann að þarna hefur sorgin sest að.

Fjarstödd alltaf á tali.
Dofin og ráfandi eftir rothögg.
Ég sit við rúmið og horfi á hana sofa.
Eins og hún hjá mér
þegar ég var lítil
með vondan draum
 
Vondi draumurinn hennar
hverfur ekki að morgni
 

En eru ljóðin ekki einmitt þannig að við notum öll þau skilningarvit sem við þurfum til þess að tjá tilfinningar okkar, Guðbergur Bergsson orðar það svo vel í ljóði sínu um Flateyjar-Freyr hann segir: ,,Í sumum myndleikjum mínum dýrkar myndin hljóðið. Í öðrum fellur hljóðið fyrir myndinni. Ég yrki ekki ljóð. Ég yrki leikmynd stafanna. …Hljóðmynd gegn myndhljóði. Ljóðmynd gegn myndljóði.“ Ljóðið er tamið hljóð“. Þarna er Guðbergur að leika sér að tungumálinu/orðunum, Freyr svarar vangaveltum Guðbergs á þann hátt um ljóðið ,,það er að lifa í tvísýni eyrans og augans og að geta séð með eyranu-auganu-munninum-hendinni-nefinu-tungunni“.

 

Úr aðstandana

 
Hún lá í rúminu og starði
á vegginn. Pírði augun.
Hún trúði mér fyrir því
að á veggnum hefði tekið
að myndast undarleg hringiða.
Stundum gat hún greint eitthvað
sem hún þekkti í miðjunni.
Henni birtust myndir
og svipir frá fortíðinni,
eins og blaut föt í þvottavél.

 

 

Við heyrum í þvottavélinni, sjáum hana snúast hring eftir hring og hljóðið ýmist hljóðlátt eða hávært á yfirsnúningi og fötin enn blaut í henni.

Falleg bók sem á erindi við alla.