SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Rakel Hinriksdóttir

Rakel Hinriksdóttir fæddist þann 25. maí 1986 á Húsavík og ólst upp á Laugum í Reykjadal.

Rakel er með menntun í grafískri hönnun frá University of Bridgeport USA. Hún útskrifaðist frá Mennaskólanum á Akureyri.

Rakel er fjölmiðlakona, skáld og listakona og hefur unnið að gerð spjallþátta fyrir N4 á Akureyri. Hún vinnur nú að félagsstörfum fyrir öldrunarheimilið Hlíð á Akureyri.

Rakel býr á Eyrinni á Akureyri með tveimur sonum sínum og tveimur kisum og hefur gefið út 3 ljóðabækur. Fyrsta bókin hennar kom út árið 2020 hún heitir Aðstandandi. Þar yrkir hún um þá sáru reynslu hvernig það er að missa sinn nánasta. Tveimur árum seinna kom út ljóðabókin Andlega algebra og 2023 ljóðabókin Hringfari.

 

 

 


Ritaskrá

  • 2023  Hringfari
  • 2022  Andleg algebra
  • 2020  Aðstandandi