VIÐ MANNFÓLKIÐ ERUM LÍK SOKKUM
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir. 2025. Yndishrúga. Sæmundur.
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sendi frá sér ljóðabókina Yndishrúga síðastliðið vor. Steinunn er sellóleikari, tónskáld og ljóðskáld og er þessi ljóðabók hennar fimmta verk.
Yndishrúga er 66 blaðsíður og geymir 46 ljóð sem er skipt upp í fimm hluta. Sá fyrsti markar eins konar upphaf og geymir m.a. skemmtilega vísun til formóðurinnar í ljóðinu „Uggur konu." Þar segir frá því að ljóðmælandi er svo skotin í manni að hún er hrædd um að lyppast niður og breyta sér í rifbein (bls. 10).
Í næstu hlutum bókar virðist ljóðmælandi eldri en hún lætur þó hvorki tíma né rúm njörva sig niður. Ljóðin eru í senn einföld og ljóðræn og minna um sumt á ljóð skáldkvennanna Vilborgu Dagbjartsdóttur og Kristínu Ómarsdóttur en Steinunn minnist þeirra beggja í ljóðum sínum.
Steinunn dregur víða upp hugvitssamlegar myndir, líkt og sjá má í þessu fallega ljóði:
Ljóðin eru af ýmsum toga en ástin gengur eins og rauður þráður í gegnum bókina alla og þá ekki síður allar þær tilfinningar sem gera vart við sig þegar hennar nýtur ekki lengur við. Sums staðar er hvergi skafið utan af því, líkt og í eftirfarandi ljóði en þar er jafnframt grunnt á ískaldri meinhæðni og hnyttni sem rúmar enga væmni eða óþarfa dramatík. Ljóðið er áhrifaríkara en ella fyrir vikið: