LÍFIÐ ER UNDANTEKNING
Lífið er undantekning

Er lífið undantekning spyr ég á mót? Sigurlín Bjarney er hér á ferð með bók sem vert er að taka sér í hönd. Þetta er níunda bókin sem hún gefur út sem skiptast á milli þess að vera örsögur, nóvellur, skáldsögur eða ljóð. Þessi bók er ljóðabók og ekki af verri endanum. Það er erfitt að reyna að útskýri hversvegna en um nútímaljóð er að ræða sem oft á tíðum eru mjög torlesin og erfitt að henda reiður á. Maður þarf að lesa nútímaljóð mjög hægt, aftur og aftur. Um eiginlegan boðskap er ekki að ræða, heldur eru nútímaljóð ferðalag sem maður fer í gegnum með höfundi.
Bókinni skiptir Sigurlín upp í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn heitir Rætur svo Fjör, Raun og Áhrif og við ferðumst með henni um óreiður hugans og hún opnar á (einum spaða) að líklega er lífið ein allsherjar eyðufylling og ágiskun. Hvað snýr upp eða hvað snýr niður? Hver er ég spyr hún, kannski er ég í innstu flækjurótum trésins og við tökum undir, hvernig hendum við reiður á það hvað lífið er og hvert er það að fara? Hér held ég að við þurfum frekari skýringar við. Hvernig getum við meðtekið ljóð sem ort eru á þennan máta til að skilja þau betur?
Nútímaljóðlist tekur mið af hraðri félagslegri, tæknilegri og menningarlegri þróun. Skv. kenningum þá byggir nútímaljóðlist á frjálsu formi og tilraunum með tungumálið. Þau fjalla um sjálfsmynd, kyn og kynhneigð. Hver er ég í raun? Þau fjalla um tilfinningar og sálfræði og þau fjalla líka um pólitík og andóf gegn valdi. Svo við gleymum ekki náttúrunni, vistfræði og loftslagsmálum, um stafræna tilveru og tengslamissi. ,,Lífið er undantekning“ tekur svo sannarlega mið af pælingum um sjálfið.
En ef við skoðum þetta enn nánar þá leggur greinandi (analytic) nútímaheimspeki áherslur á skýrleika, rök- og tungumálsgreiningu, umfjöllun um vitund, skynjun, gervigreind, siðfræði og samfélag. Hvar stöndum við sem manneskjurnar í samfélagi sem er stöðugt í þróun og líka nú þegar gervigreindin flæðir um heiminn? Allt spurningar sem fjalla um mannlega tilveru í mjög svo brotakenndri samtíð.
Það er einmitt það sem ljóðin hennar Sigurlín fjallar um, hún notast við heimspekilegar hugmyndir um sjálfið, hún íhugar tilveru okkar/sína og tungumál. Ekkert er stöðugt; merking, sjálfið, tungumál og samfélag eru í stöðugri enduruppröðun. og endurskoðun. Hér er á ferðinni mjög skemmtileg ljóð sem gaman er að lesa og pæla í. Látið hana ekki framhjá ykkur fara.
Upphaf bls. 7Líf mitt er allsherjar eyðufylling,ágiskunég dvel í skugganum af orðumsem raddbönd fengu ekki að kynnastHvort er betra að byrja inniog fara svo úteða byrja útiog fara þaðan inn?Fara út að trénu og lýsa þvífara þaðan inn á við í rótaflækjur?eða byrja í rótaflækjum hið innraog toga þær út að trénuvefja þeim utan um tréð?Eða setja upp spegilsnúa honum í hringisetja upp gler sem bæðispeglar og hleypir í gegnum sig?Setja upp glerveggmilli trés og rótaflækjatil þess eins að brjóta hannog skera sig svo sannleikurinnkomist út.Kyrramynd bls. 41Kannaflaskaátta epliGrá kannaBrún flaskaÁtta græn epliGrá kanna fremstBrún flaska aftastÁtta græn epli til hliðarGrá kanna fremst til vinstriBrún flaska aftastÁtta græn epli til hliðar til hægriGrá kanna fremst til vinstri helmingi minni en flaskanBrún flaska aftastÁtta græn efpli til hliðar til hægri þrisvar sinnum minni enGráa kannanGrá kanna fremst til vinstri helmingi minni en flaskan enNæstum hvítBrún flaska aftast
Kv
Magnea
