SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Sigurlín Bjarney Gísladóttir

Sigurlín Bjarney er fædd í Hafnarfirði árið 1975 en ólst upp í Sandgerði.

Sigurlín hefur fengist við ýmis skrifstofustörf en líka leiðsögustörf, prófarkalestur og kennslu. Hún er með meistaragráðu í ritlist og íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands.

Fyrsta bók Sigurlínar Bjarneyjar, Fjallvegir í Reykjavík, kom út árið 2007 og hefur að geyma prósaljóð. Síðan hefur hún sent frá sér fleiri ljóðabækur, örsagna- og smásagnasafni og nóvellur.

Undanfarin ár hefur Sigurlín Bjarney stundað rannsóknir á handriti Gandreiðar eftir Jón Daðason frá Arnarbæli auk íslenskukennsku í framhaldsskóla.

Sigurlín Bjarney hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir handritið að annarri bók sinni Svuntustreng sem kom út 2019. Einnig hefur hún tvisvar sinnum verið tilnefnd til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar, fyrir bækurnar Tungusól og nokkrir dagar í maí og Undrarýmið.


Ritaskrá

  • 2022  Sólrún. Saga um ferðalag
  • 2019  Stínusögur
  • 2019  Undrarýmið
  • 2016  Tungusól og nokkrir dagar í maí
  • 2015  Ég erfði dimman skóg (ásamt sex öðrum skáldkonum)
  • 2015  Jarðvist
  • 2013  Bjarg
  • 2009  Svuntustrengur
  • 2007  Fjallvegir í Reykjavík

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2016  Þriðja sæti fyrir ljóðið „Arfur“ í samkeppni um Ljóðstaf Jóns úr Vör
  • 2014  Fjölís styrkur Rithöfundasambandsins
  • 2009  Nýræktarstyrkur Miðstöðvar íslenskra bókmennta: Svuntustrengur
  • 2006  Gaddakylfan (glæpasöguverðlaun): Smásagan „Þjóðvegur eitt“

Tilnefningar

  • 2020  Tilnefning til Maístjörnunnar fyrir Undrarýmið
  • 2017  Tilnefning til Maístjörnunnar fyrir Tungusól og nokkrir dagar í maí

Tengt efni