SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðrún Brjánsdóttir

Guðrún Brjánsdóttir er fædd árið 1995 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá fornmáladeild Menntaskólans í Reykjavík vorið 2015 og hóf þá nám í íslensku með ritlist sem aukagrein við Háskóla Íslands. Hún hefur lokið framhaldsprófi í píanói og einsöng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og leggur nú stund á söngnám samhliða íslenskunáminu.

Guðrún hefur birt ljóð og smásögur á ýmsum vefmiðlum, meðal annars á Eólan dúrar og Norden i Skolen. Í desember 2016 hlaut hún fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni Mímis, félags íslensku- og málvísindanema, fyrir ljóð sitt Orðin. Fyrsta ljóðabók hennar, Skollaeyru, kom út þann 15. desember 2017 hjá Gini ljónsins. 


Ritaskrá

  • 2020 Sjálfstýring
  • 2017  Skollaeyru

Verðlaun og viðurkenningar

2020 Verðlaunasagan Sjálfstýring í samkeppni um Nýjar raddir

Þýðingar

2019  Litli drengurinn og beinagrindin eftir Beini Bergsson

Tengt efni