SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðrún Svava Svavarsdóttir

Guðrún Svava Svavarsdóttir er fædd 22. desember 1944 í Reykjavík. Guðrún Svava lærði myndlist við Myndlistarskólann í Reykjavík og Stroganov-akademíuna í Moskvu og starfaði lengi sem myndlistarmaður. Hún hefur haldið fjölmargar myndlistarsýningar, kennt myndlist og myndskreytt bækur. Síðar lærði Guðrún Svava til fótasnyrtifræðings í Danmörku og starfaði þar um árabil við þá iðngrein.

1982 sendi Guðrún Svava frá sér ljóðabókina Þegar þú ert ekki sem hverfist um sambandsslit hennar og skáldsins Þorsteins frá Hamri eftir sextán ára sambúð.

Guðrún Svava er móðir Védísar Leifsdóttur (1965-1993) og einnig á hún soninn Egil Þorsteinsson. Guðrún Svava er gift Sigurði G. Karlssyni.


Ritaskrá

  • 1982     Þegar þú ert ekki

Þýðingar

  • 1974     Jonni og Lotta í sirkus eftir Enid Blyton
  • 1971     Brúðarmeyjarnar eftir Pamelu Brown
  • 1971     Grallarastjarnan eftir Inger og Lasse Sandberg

Tengt efni