Steinunn Inga Óttarsdóttir∙26. september 2022
„OG ÁST MÍN VARÐ GÖMUL“
Málþing var haldið um skáldið góða, Þorstein frá Hamri, 17. september sl.
Til hans voru ort ástarljóð forðum:
Hún benti á þig:
Ég vil hann.
Og ást mín varð gömul.
...
Það er þungbært -
að hafa í fimmtán ár
reynt að gæta þess að þú fengir frið til að skrifa
reynt að styrkja þig á erfiðum stundum
reynt að sjá til þesss að þú glataðir ekki alveg
börnunum þínum fimm -
að vera kastað burt einsog einskis nýtu húsgagni.
Aldrei framar mun ég treysta mönnunum
né hrífast af fegurð landsins.
Aldrei framar.
Steinunn Inga rifjaði upp ljóðabók Guðrúnar Svövu frá 1982 á skáld.is.