Helga Pálsdóttir frá Grjótá
Helga Pálsdóttir var fædd 1877 og lést á tíræðisaldri 1973. Hún naut varla nokkurrar skólagöngu en hafði mikla unun af skáldskap. Helga var vinnukona, lengst af á Grjótá í Fljótshlíð, ógift og barnlaus og þjónaði fjórum ættliðum. Allmikið safn kvæða liggur eftir hana.
Helga orti mest erfiljóð og tækifærisvísur. Kvæði hennar eru í anda rótgróinnar skáldskaparhefðar, bæði varðandi efnistök og form. Hún beitir leikandi fyrir sig fjölbreyttum bragarháttum, s.s. braghendum og hringhendum:
Til Helgu var leitað með alls konar tækifæriskveðskap. Helstu þemu í kveðskap hennar eru trú, náttúra og ættjörð. Árið sem konur fengu kosningarétt orti hún heillangt kvæði sem hún nefnir Konuvísur þar sem húsfreyjur í Fljótshlíð (ekki vinnukonur) eru nafngreindar og kostir þeirra tíundaðir.
Helga yrkir ekki margt um sjálfa sig en þó má túlka sum kvæða hennar svo að líf hennar hafi verið dapurlegt á stundum og hún beðið skipbrot í ástamálum..
Árið 2016 kom út úrval og heildarsafn skáldskapar Helgu með formálsorðum eftir ritnefndarkonurnar Hörpu Rún Kristjánsdóttur og Ástu Þorbjörnsdóttur á Grjótá, sem varpa ljósi á ævi og skáldskap Helgu. Án framtaks þessara kvenna hefðu kvæði Helgu endað í glatkistunni eins og oft vill verða með kveðskap og skrif alþýðufólks á fyrri öldum, ekki síst kvenna.
Konuvísur og Þakkarbréf í Kvæða- og vísnasafni Árnesinga
Umfjöllun um Ljóð og líf Helgu Pálsdóttur á Grjótá
Anna Þ. Ingólfsdóttir. Tvær skáldkonur. Són, 13. árg. 2015
Ritaskrá
- 2015 Ljóð og lif Helgu Pálsdóttur á Grjótá