SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ingibjörg Hjartardóttir

Ingibjörg Hjartardóttir er fædd á Tjörn í Svarfaðardal 1952. Eftir grunnskólanám við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal og Dalvíkurskóla fór hún sem au-pair til Frakklands jafnframt því sem hún stundaði frönskunám hjá AF í París. Þegar hún kom aftur heim að ári loknu fór hún í Íþróttakennaraskóla Íslands að Laugarvatni og útskrifaðist þaðan sem íþróttakennari 1971. Hún kenndi víða um land í nokkur ár. Ingibjörg fór síðan að vinna við Borgarbókasafn Reykjavíkur, tók meirapróf og keyrði bókabílinn milli hverfa í borginni. Þá hélt hún til Svíþjóðar og lærði bókasafnsfræði við Biblioteks Högskolan í Borås í Svíþjóð og útskrifaðist þaðan sem bókasafnsfræðingur 1980. Hún vann lengst framan af á bókasöfnum í Svíþjóð og Íslandi. Frá árinu 2000 hefur Ingibjörg að mestu leyti fengist við ritstörf. Síðast var hún forstöðumaður Bókasafns Ólafsfjarðar en sagði upp þeirri föstu stöðu fyrir áratug til þess að einbeita sér að skrifum. Þó skreppur hún af og til í afleysingavinnu á bókasöfnum.

Ingibjörg hefur skrifað leikrit bæði fyrir atvinnu- og áhugaleikhús, útvarpsleikrit, smásögur og ljóð. Hún hefur gefið út fjórar skáldsögur sem allar hafa komið út á þýsku hjá Salon Literatur Verlag í Munchen. Hún hefur skrifað eina ævisögu og þýtt fimm skáldsögur. Árið 1984 átti Ingibjörg hugmyndina og stofnaði ásamt öðrum leikfélagið Hugleik, sem starfað hefur með miklum blóma í Reykjavík og síðan þá sýnt eitt ef ekki fleiri frumsamin íslensk leikrit á hverju ári. Er hún nú heiðursfélagi þar. Hún er einn af stofnendum Höfundasmiðjunnar sem starfrækt var í Borgarleikhúsinu og stofnaði einnig Ljóðasmiðjuna ásamt fleirum skáldum. Þegar Ingibjörg flutti norður í Svarfaðardal árið 2001 stofnaði hún ljóðasmiðjuna Hulduhópinn sem kom saman um árabil í húsi skáldsins á Sigurhæðum á Akureyri. Hún á hugmyndina að Fjöruverðlaununum, bókmenntaverðlaunum kvenna og er ein af upphafskonum og stofnendum þeirra og heiðursfélagi. Ingibjörg stofnaði ritbúðir í Svarfaðardal fyrir vinnandi rithöfunda og var fyrsta vinnuvikan í mars 2018. Þar dvöldu sex skáldkonur og skrifuðu. Hún hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum í skapandi skrifum á Íslandi, Svíþjóð og USA.

Smásögur eftir Ingibjörgu hafa verið lesnar upp í Ríkisútvarpinu og sumarið 1995 flutti hún vikulega pistla á RUV sem nefndust „Konan á koddanum.“ Þá hefur skáldsaga hennar Hlustarinn verið lesin sem framhaldssaga á RUV. Ljóð eftir Ingibjörgu birtust í safnritunum Ljóð eftir okkur I og II.

Ingibjörg stundar nú meistaranám í þýðingafræðum við Háskóla Íslandi. Hún býr í Reykjavík og vinnur við ritstörf í ReykjavíkurAkademíunni en dvelur hluta ársins í Berlín og Svarfaðardal. Ingibjörg er gift, á tvo uppkomna syni, eitt barnabarn og mörg stjúpbarnabörn.


Ritaskrá

  • 2022  Var, er og verður Birna (ásamt Rannveigu Einarsdóttur og Birnu Þórðardóttur)
  • 2021 Jarðvísindakona deyr
  • 2015 Fjallkonan, skáldsaga
  • 2010 Hlustarinn, skáldsaga
  • 2005 Þriðja bónin, skáldsaga
  • 2001 Upp til sigurhæða, skáldsaga
  • 1997 Spor eftir göngumann. Í slóð Hjartar á Tjörn. Ævisaga. Meðhöfundur, Þórarinn Hjartarson

 

Leikrit fyrir atvinnuleikhús:

  • 2004 Draumalandið
  • 2000 Ásta málari (ósviðsett)
  • 1998 Séð og heyrt (einþáttungur)
  • 1996 Hvernig dó mamma þín? (einþáttungur)
  • 1996 Hinar kýrnar (einþáttungur)
  • 1995 Bóndinn. Slaghörpuleikarinn. Saga dóttur minnar (þrír einleikir)
  • 1995 Sápa tvö. Sex við sama borð. Meðhöfundur, Sigrún Óskarsdóttir

 

Útvarpsleikrit:

  • 1998 Vísindakona deyr (í 10 þáttum)
  • 1995 Út yfir gröf og dauða
  • 1993 Stóra kókaínmálið (í 10 þáttum)
  • 1989/1991 Fólkið í Þingholtunum (í 24 sjálfstæðum þáttum). Meðhöfundur, Sigrún Óskarsdóttir

 

Leikrit fyrir áhugaleikhús:

  • 2004 Svarfdæla saga. Meðhöfundur Hjörleifur Hjartarson.
  • 2001 Víst var hann Ingjaldur á rauðum skóm. Meðhöfundar, Hjördís Hjartardóttir og Sigrún Óskarsdóttir
  • 1999 Ellismellur (revía). Meðhöfundar, Anna Kr. Kristjánsdóttir, Fríða B. Andersen, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir (samið í tilefni af ári aldraðra)
  • 1998 Velkomin í Villta Vestrið
  • 1998 Sálir Jónanna ganga aftur. Endurgerð af leikritinu Sálir Jónanna. Meðhöfundar, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir
  • 1990 Aldrei fer ég suður. Meðhöfundur, Sigrún Óskarsdóttir
  • 1992 Fermingarbarnamótið. Meðhöfundar, nokkrir félagar í Hugleik
  • 1994 Sonur og elskhugi (einþáttungur). Meðhöfundur, Sigrún Óskarsdóttir
  • 1988 Um hið átakanlega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna, Indriða og Sigríðar. Meðhöfundar, Hjördís Hjartardóttir, Unnur Guttormsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir
  • 1987 Ó, þú! Meðhöfundar, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. 1986 Ingveldur á Iðavöllum. Meðhöfundur, Sigrún Óskarsdóttir
  • 1986 Sálir Jónanna. Meðhöfundar, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir
  • 1985 Skugga-Björg. Ný leikgerð að Skugga-Sveini. Meðhöfundar, nokkrir félagar í Hugleik.

Kvikmyndahandrit:

  • 1992 Bókasöfn í takt við tímann (fræðslumyndband)

Verðlaun og viðurkenningar

  • Heiðursfélagi í áhugamannaleikfélaginu Hugleik
  • Heiðursfélagi Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna
  • 2016 Annað land, tilnefnd til Barnabókaverðlaun Reykjavíkur í flokki þýddra bóka

Þýðingar

  • 2016 Annað land. Skáldsaga eftir Håkan Lindquist
  • 2004 Í loftinu lýsa stjörnur. Skáldsaga eftir Johanna Thydell
  • 2000 Á bökkum Blóðár. Skáldsaga eftir Edwidge Danticat
  • 1998 Í draumi lífsins. Skáldsaga eftir Håkan Lindquist
  • 1997 Bróðir minn og bróðir hans. Skáldsaga eftir Håkan Lindquist

Tengt efni