SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kristín Björg Sigurvinsdóttir

Kristín Björg Sigurvinsdóttir er fædd árið 1992

Kristín Björg er með BA-gráðu og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði sem lögfræðingur í tvö ár en árið 2019 ákvað hún að skipta um starfsferil og elta drauminn um að gefa út bókina sem hún skrifaði á unglingsárunum.

Kristín Björg er mikill bókaormur en ævintýri og fantasíur voru bækurnar sem kveiktu lestraráhugann hjá henni. Þrettán ára gömul skrifaði hún sína fyrstu skáldsögu, Dóttir hafsins, og er það fyrsta bókin í þríleiknum Dulstafir. Handritið lá ofan í skúffu í hartnær tólf ár þar til hún tók það upp að nýju eftir háskólanámið og endurskrifaði bókina.

Dóttir hafsins gerist í skálduðum neðansjávarheimi og er hörkuspennandi fyrir ungmenni og alla þá sem elska ævintýri.

Kristín Björg býr í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum.


Ritaskrá

  • 2024  Ráðgátugleraugun
  • 2023  Orrustan um Renóru
  • 2022  Bronsharpan
  • 2020  Dóttir hafsins

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2023  Viðurkenning IBBY fyrir framlag til barnamenningar

 

Tilnefningar

  • 2020 Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Dóttir hafsins

 

Tengt efni