SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir28. október 2023

LOKAHNYKKURINN - Orrustan um Renóru

Þriðja og síðasta ungmennabókin í þríleik Kristínar Bjargar Sigurvinsdóttur, Dulstafaseríunni er komin í búðir. Hún nefnist Orrustan um Renóru og er kynnt svo á vefsíðu Bókabeitunnar:

Eftir hrakfarirnar í marmaraborginni standa Elísa og gæslumennirnir frammi fyrir krefjandi ferðalagi sem fer með þau um gjörvallt landið. Hættur leynast víða, sterkar tilfinningar krauma og ungmennin þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Lokaorrustan við steingyðjua er framundan og örlög allrar Renóru hvíla á herðum þeirra.

En hvað mun slík orrusta kosta þau?

 

Fyrsta bókin kom út árið 2020 og nefnist Dóttir hafsins. Hún var tilefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Lesa má ritdóm um bókina hér á Skáld.is. Önnur bókin í seríunni, Bronsharpan, kom út árið 2022 og var tilnefnd til Fjöruverðlauna ásamt því að vera valin af bóksölum sem besta barna- og ungmennabókin. Þriðja og síðasta bókin er, sem fyrr segir, Orrustan um Renóru og hlaut hún styrk úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði 2023. 

 

Myndin af Kristínu Björgu er tekin af rithöfundasíðu hennar á Facebook.

 

Tengt efni