SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Lani Yamamoto

Lani Yamamoto er fædd 1965. Hún á rætur að rekja til Bandaríkjanna en hefur verið búsett á Íslandi sl. tuttugu ár. Hún er hámenntuð, meðal annars í sálarfræði, kvikmyndagerð, heimspeki og samanburðartrúfræði. Hún skrifar og myndskreytir barnabækur listilega.

„Persónur í bókum Yamamoto spyrja stórra spurninga og finna svörin með eigin leiðum. Stundum eru spurningarnar orðaðar, stundum eru þær óljósar. Tilfinningin hjá fullorðnum lesanda er sú að eitthvað miklu meira búi að baki – að frásögnin geti opnað glugga inn í eitthvern allt annan heim“ segir Halla Þórlaug Óskarsdóttir m.a. á rúv um barnabækur Lani Yamamoto.

Fyrir fyrstu bók sína, Stína stórasæng (2013),  hlaut Lani tilnefningu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bókin hefur verið þýdd á 10 tungumál og meðal annars gefin út af Victoria & Albert Museum í Bretlandi.

Næsta bók, Egill spámaður, hefur sömuleiðis verið tilnefnd til verðlauna. 

Hér segir Lani frá bókum sínum.

Mynd:Wikipedia


Ritaskrá

  • 2019 Egill spámaður
  • 2013 Stína Stórasæng
  • 2007-8  Bækurnar um Albert

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2020 Tilnefnd til barnabókaverðlauna Reykjavíkur fyrir Egil spámann
  • 2019 Tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Egil spámann
  • 2014 Tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Stínu stórusæng
  • 2013  Dimmalimm, Íslensku myndskreytiverðlaunin fyrir bókina Stína stórasæng

Tengt efni