SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir

Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir er fædd 17. mars 1976 í Aix-en-Provence í Suður-Frakklandi og sleit þar barnsskónum til 11 ára aldurs. Móheiður flutti sextán ára í Norðurmýrina og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1996. Hún fór þá til Parísar og lagði stund á klassísk fræði í Sorbonne í einn vetur. Móheiður dvaldi stutt við í Frakklandi þetta sinnið en fór heim í Háskóla Íslands að lesa heimspeki. Árið 2002 útskrifast hún með BA-próf í heimspeki en lokaritgerð hennar fjallar um siðfræði Simone de Beauvoir.

Móheiður hefur unnið lengi sem leiðsögumaður en árið 2011 útskrifast hún með MA-próf úr Háskóla Íslands í þýðingafræði, lokaritgerðin var þýðing á siðfræðiritinu Pyrrhos og Kíneas eftir Simone de Beauvoir var gefið út í Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags 2018. Móheiður hefur undanfarin ár starfað mestmegnis sem sjálfstætt starfandi þýðandi en einnig við sýningarvörslu í Einarssafni, Þjóðminjasafninu og Safnahúsinu.

Móheiður hefur búið í Berlín og nú nýlega í þrjú ár í Edinborg, Skotlandi. Hún starfar nú sem bókavörður á Bókasafni Seltjarnarness með ritstörfum. Þá hefur hún skrifað ljóð, greinar, viðtöl og bókmenntarýni í blöð og á bloggsíður. Móheiður hefur einnig verið að reka bókabúð úr bílskúrnum sínum frá 25. ágúst 2020, Kanínuholan – fornbókaveröld (https://www.facebook.com/kaninuholan/). Mikill hluti bókakosts holunnar er bókasafn föður hennar Geirlaugs Magnússonar skálds og þýðanda með meiru. Í kanínuholunni var haldin Bókmenntahátíð alþýðunnar á Menningarnótt 2022 og „off-venue“ viðburður af Bókmenntahátíð í Reykjavík 2023.

Móheiður er gift og á tvær dætur og kött.


Ritaskrá

  • 2021 Gríseyjar - ósýnilegt landslag
  • 2016 Flygildi

 

Þýðing

  • 2018 Pyrrhos og Kíneas eftir Simone de Beauvoir