SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Norma E. Samúelsdóttir

Norma Elísabet Samúelsdóttir fæddist 7. september árið1945 í Glasgow í Skotlandi.

Fyrsta bók Normu, Næstsíðasti dagur ársins. Dagbók húsmóður í Breiðholtinu, kom árið 1979 og vakti mikla athygli. Þar þótti höfundur koma miklu efni til skila í samþjöppuðum og frumlegum texta. Meðal annars skrifaði Pétur Gunnarssonar rithöfundar lofsamlegan ritdóm í 1. hefti Tímarits Máls og menningar 1980. Þar sagði hann meðal annars: "Bókin er ótæmandi en í örstuttu máli endurskapar hún og uppvekur hrollvekju venjulegrar fjölskyldu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðferð bókarinnar er frumleg og dugir vel til að lýsa hversdagslífi hversdagsfólks: hringrás fæðunnar, leirtausins, innanstokksmunanna, lægðanna, tilkynninganna, árstíðanna, geðsveiflnanna, o. s. frv."

Norma hefur síðan gefið út síðan vel á annan tug bóka, bæði sögur og ljóð og á síðustu árum hefur hún unnið að sjálfsævisögulegu verki, Melastelpunni, sem komin er út í þremur bindum.

Ljóðabók Normu, Marblettir í regnbogans litum, var þýdd á ensku 1995.

Norma hefur verið búsett í Hveragerði frá árinu 2000.


Ritaskrá

  • 2017 Melastelpa: minningabók 3.b.
  • 2016 Maríuerlan eins og fiskur: ljóð og ljóðasögur
  • 2015 Átakasaga (ásamt Þorsteini Antonssyni)
  • 2012 Melastelpa: minningabók 2.b.
  • 2010 Melastelpa: minningabók 1.b.
  • 2009 Hveragerði, búsetusaga (ásamt Þorsteini Antonssyni)
  • 2006 Ballynahinch: frásöguþættir
  • 2002 Kona fjarskans, konan hér: ljóð
  • 1999 Mömmublús
  • 1999 Stálfljótið og sumarblómin smáu: ljóðabálkur
  • 1997 Konufjallið og sumarblómin smáu: Viktoría, Elísabet og Agnes Ögn
  • 1991 Fundinn lykill
  • 1991 Óþol: bók fyrir húsmæður sem vilja vera rithöfundar - og þá sem hafa áhuga á svoleiðis fólki
  • 1990 Gangan langa
  • 1987 Marblettir í regnbogans litum: ljóð eiginkonu drykkfellds skálds
  • 1982 Tréð fyrir utan gluggann minn
  • 1979 Næstsíðasti dagur ársins: dagbók húsmóður í Breiðholti

 

Þýðingar

  • 1995  Bruises in the colors of a rainbow (Hulda Valdimarsdóttir Ritchie þýddi á ensku)

 

Tengt efni