SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ragnheiður Eyjólfsdóttir

Ragnheiður Eyjólsdóttir fæddist 26. febrúar 1984 í Reykjavík.

Hún lauk BA námi í arkítektúr frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og framhaldsnámi frá Aarkitektskolen Aarhus árið 2012.

Ragnheiður skrifaði mikið og myndskreytti sem barn og unglingur en það var ekki fyrr en að háskólanámi loknu sem hún settist niður og skrifaði sína fyrstu skáldsögu, Skuggasögu – Arftakann. Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2015 ásamt Bóksalaverðlaununum í ungmennaflokki. Framhaldið, Skuggasaga – Undirheimar, sem kom út árið 2016 hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar vorið 2017. Nýjasta bók Ragnheiðar, Rotturnar, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í barna- og ungmennaflokki árið 2018.

Ragnheiður býr í München, Þýskalandi, ásamt eiginmanni, tveimur sonum og ketti.

 


Ritaskrá

  • 2021  miSter einSam
  • 2018  Rotturnar
  • 2016  Skuggasaga – Undirheimar
  • 2015  Skuggasaga – Arftakinn

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2016  Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir Skuggasögu - Undirheima
  • 2015  Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Skuggasögu - Arftakann
  • 2015  Bóksalaverðlaunin í ungmennaflokki fyrir Skuggasögu - Arftakann

 

Tilnefningar

  • 2019  Til Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Rotturnar
  • 2018  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Rotturnar
  • 2016  Til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir Skuggasögu – Undirheima