SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir17. febrúar 2025

GAF ÚT BÓK 86 ÁRA GÖMUL!

 

Ragnheiður Jónsdóttir (f. 1935) gaf út sína fyrstu bók 86 ára gömul. Bókin inniheldur endurminningar Ragnheiðar og ber skemmtilegan titil: Ég átti flík sem hét klukka (2021). 

Þeir sem hafa lifað tvenna tíma finna oft hjá sér þörf fyrir að greina afkomendum sínum og öðrum frá því sem þau reyndu á eigin skinni en er með öllu horfið og því miður öllum gleymt, sem ekki sækjast sérstaklega eftir sagnfræðilegum fróðleik. Ragnheiður skrifar einmitt í formála að endurminningum sínum:

Eftir því sem tíminn leið varð mér ljósara hversu frábrugðin bernska mín er því lífi sem við lifum nú, og mig langaði til að varpa á hana ljósglætu.

 

Við bjóðum Ragnheiði Jónsdóttur velkomna í Skáldatalið okkar, hún á fyrir tvær alnöfnur í Skáldatalinu og þar er líka færsla um dótturdóttur hennar Ragnheiði Eyjólfsdóttur (og Friðbjargar).

Tengt efni