SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Sigurlín Hermannsdóttir

Sigurlín er fædd árið 1952. Hún er þekkt sem hagyrðingur og skáld og á ófá innleggin í Vísnahorn Morgunblaðsins í gegnum árin.

Sigurlín er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1990. Hún er ritstjóri þingræðna á upplýsinga- og útgáfusviði Alþingis. Kveðskapur hennar hefur birst víða. 

Sigurlín teiknaði myndir í fyrstu kennslubók í táknmáli sem út kom á Íslandi árið 1981. Þá skrifaði hún nokkrar barnabækur ásamt Margréti Sesselju Magnúsdóttur sem komu út árið 1994.

Sigurlín hefur sent frá sér ljóðabækurnar Á mína vísu og Að gefnu tilefni 2012, Pönnukökur og plokkfiskur (2015) og Nágrannar (2019)  og hefur auk þess gefið út nokkrar bækur með ljóðum og litlum sögum ásamt fleiri meðlimum úr Ljóðahópi Gjábakka. Sigurlín er einnig virkur félagi og í stjórn Kvæðamannafélagsins Iðunnar.

Sigurlín yrkir undir hefðbundnum bragarháttum, svo sem rímnaháttum og ljóðahætti, og hefur meira að segja ort dróttkvætt. Viðfangsefni hennar eru til dæmis dýr og gróður, vinir og samferðafólk.

Í nýrri bókum Sigurlínar eru einnig örsögur sem eru knappir textar fullir af visku og húmor. 2022 gaf hún síðan út örsagnasafnið Gestagangur.

 


Ritaskrá

  • 2022  Gestagangur: örsögur
  • 2020  Haustlyng: ljóð og litlar sögur (ásamt fleiri höfundum)
  • 2019  Guðað á glugga: ljóð og litlar sögur (ásamt fleiri höfundum)
  • 2019  Nágrannar: stuðlamál og stuttsögur
  • 2018  Vorlaukur: ljóð og litlar sögur (ásamt fleiri höfundum)
  • 2017  Vesturglugginn (ásamt fleiri höfundum)
  • 2016  Glitþræðir (ásamt fleiri höfundum)
  • 2015  Út í vorið (ásamt fleiri höfundum)
  • 2015  Pönnukökur og plokkfiskur
  • 2014  Lífið er ljóð (ásamt fleiri höfundum)
  • 2012  Að gefnu tilefni
  • 2012  Á mína vísu
  • 1994  Móna lendir í vandræðum (meðhöfundur Margrét Sesselja Magnúsdóttir)
  • 1994  Dísa eignast vinkonu (meðhöfundur Margrét Sesselja Magnúsdóttir)
  • 1994  Dísa lendir í ævintýri (meðhöfundur Margrét Sesselja Magnúsdóttir)
  • 1994  Dísa og Móna fara á flakk (meðhöfundur Margrét Sesselja Magnúsdóttir)
  • 1981  Við tölum táknmál (meðhöfundur Málfríður Gunnarsdóttir)

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2005  Viðurkenning í ljóðasamkeppni á 120 ára afmæli Garðyrkjufélags Íslands
  • 2004  Viðurkenning í samkeppni um besta brúðkaupsljóðið á Tónlistardögum Dómkirkjunnar

Tengt efni