Unnur Sólrún
Unnur Sólrún fæddist á Vopnafirði 15. maí árið 1951 en ólst upp á Eskifirði frá 1956.
Unnur er með stúdentspróf frá MR og lauk fil.cand prófi í bókmenntasögu, hagsögu og sænsku frá háskólanum í Stokkhólmi. Unnur Sólrún lagði einnig stund á uppeldisfræði í Kennaraháskólanum auk þess sem hún hefur lokið ýmsum námskeiðum og kúrsum í gegnum árin, m.a. í háskólanum í Malmö.
Unnur hefur búið og starfað hvað lengst á Íslandi, ef frá eru talin háskólaárin. Hún starfaði aðallega sem kennari, bæði sem almennur kennari og sérkennari. Árið 2009 flutti Unnur til Svíþjóðar til framhaldsnáms og eftir það starfaði hún sem móðurmálskennari í grunn– og menntaskólum í Lundi í Svíþjóð.
Unnur er komin á eftirlaun og býr í Simrishamn í Svíþjóð.
Hér má lesa viðtal við Unni um ljóðabók hennar sem kom út á sænsku 2019.
Ritaskrá
- 2022 Arfleifð óttans
- 2019 Ljus utan veke
- 2019 Þæfðar vettlingavísur
- 2011 All den tid som gått: diktsatta bilder till musik
- 2009 Lopaljóð í sauðalitunum
- 2008 Kærleikskitl – óbærileg lífshamingja
- 2006 Kurl
- 2005 Sambúð
- 2002 Brjóstvasaljóð: Pocketpoems
- 2000 Orð sem vaka: ljóð og þættir
- 1996 Blómakarfan: tækifærisljóð í gjafakortaformi.
- 1994 Maríutásur í bandaskóm
- 1991 Fyrir utan gluggannn
- 1971 Er á þetta lítandi
Að auki hafa ljóð eftir Unni birst í safnritum, blöðum og tímaritum í tímans rás.