SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Anna S. Snorradóttir

Anna Sigrún Snorra­dótt­ir var fædd 16. októ­ber 1920. For­eldr­ar henn­ar voru Snorri Sig­fús­son, skóla­stjóri og náms­stjóri, og Guðrún Jó­hann­es­dótt­ir, hús­freyja á Flat­eyri og Ak­ur­eyri.

Anna lauk stúd­ents­prófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1942. Hún stundaði síðan nám í Englandi og í Svíþjóð á ár­un­um 1945-47 og var meðal annars í starfs­námi hjá BBC í London.

Anna var kenn­ari við Barna­skóla Ak­ur­eyr­ar 1942-1945. Hún veitti fræðslu­deild KEA for­stöðu 1948-1949.

Anna var bú­sett í Kaup­manna­höfn á árunum 1952-1958 og vann við skrif­stofu­störf hjá Flug­fé­lagi Íslands 1952-1954. Lengst starfaði hún hjá Rík­is­út­varp­inu, 1959-1970,og vann aðallega við dag­skrár­gerð fyr­ir börn. Hún hef­ur flutt margs kon­ar út­varps­efni síðan.

Anna vann við stjórn­un­ar­störf hjá Sólarfilmu frá 1972 þar til hún lét af störf­um vegna ald­urs.

Árið 1989 setti hún saman kver um Mark Watson, velunnara íslensa hundakynsins og Glaumbæjar í Skagafirði sem er elsta byggðasafn landsins.

Anna skrifaði reglu­lega grein­ar í blaðið Dag á Ak­ur­eyri (1942-1952), einnig tvö ár í Sam­vinn­una og var í 7 ár í út­gáfu­stjórn Hús­freyj­unn­ar. Hún þýddi barna­bæk­ur (e.t.v nafnlaust, upplýsingar vantar) og gaf út nokkrar ljóðabæk­ur. 

1949 giftist Anna Birgi Þór­halls­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra og eig­anda Sólarfilmu. Þau eignuðust þrjú börn.

Anna lést árið 2009.

 


Ritaskrá

  • 2019  Nokkur ljóð
  • 2008  Í hentugum tíma
  • 2006  Fimmtíu limrur
  • 2004  Kona í rauðri kápu
  • 1993  Bak við auga
  • 1990  Þegar vorið var ungt
  • 1989  Mark Watson og Glaumbær

 

Tengt efni