SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Anna Hafþórsdóttir

Anna Hafþórsdóttir er fædd á Akureyri árið 1988.

Hún hefur lokið diplóma í leiklist frá Kvikmyndaskóla Íslands og BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Árið 2019 útskrifaðist hún jafnframt með meistaragráðu í ritlist frá Háskóla Íslands.

Anna starfar sem rithöfundur, leikkona og handritshöfundur en fyrir sína fyrstu skáldsögu, Að telja upp í milljón (2021), hlaut hún verðlaun í handritasamkeppni Forlagsins sem nefnist Nýjar raddir. Anna hefur auk þess sent frá sér ljóð og birt smásögur í smásagnasafninu, Hljóðbók, sem gefið var út af nemendum í ritlist.

 


Ritaskrá

  • 2021  Að telja upp í milljón

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2021  Nýjar raddir: Handritasamkeppni Forlagsins fyrir Að telja upp í milljón

 

Tengt efni