SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Birna G. Friðriksdóttir

Birna Guðrún Friðriksdóttir fæddist í Brekku í Svarfaðardal 10. nóv. 1924 og lést á Dalvík 2011. Birna ólst upp á Hverhóli í Skíðadal með foreldrum sínum Svanfríði Gunnlaugsdóttur og Friðriki Jónssyni ásamt með 6 systkinum. Átti þar heima fram yfir tvítugsaldur, en var þó mikið utan heimilis í vistum og vinnumennsku. Árið 1949 giftist Birna Halldóri Hallgrímssyni á Melum í Svarfaðardal. Þar áttu þau sex börn og bjuggu hátt í þrjá áratugi þar til þau hættu búskap og settust að á Dalvík og síðar á Akureyri.

Birna var hagyrðingur og ljóðskáld og samdi auk þess sönglög. Ljóðabókin Grýtt var gönguleiðin kom út 1995 og er skáldsaga í bundnu máli um ævi förukonu. Bókin inniheldur yfir eitt þúsund ferhendur, mismunandi að formi.  Ljóð hennar hafa birst í blöðum og tímaritum.

Viðtal við hana birtist í Leyndarmálum 30 kvenna sem Gunnar M. Magnúss skráði 1975.

Árið 2018 kom út önnur ljóðabók hennar, Melgresi. Í ljóðum hennar kemur berlega í ljós hve íslensk náttúra, fuglarnir, grösin og blómin stóðu hjarta hennar nærri. Birna var söngvin og ljóðelsk og ljóð voru stór hluti þeirra bókmennta sem hún átti og naut.


Ritaskrá

  • 1995  Grýtt var gönguleiðin
  • 2018  Melgras

Tengt efni