Elías Rúni
Elías Rúni er fæddur árið 1993.
Hann útskrifaðist með BA-próf í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands en hefur jafnframt lokið tveimur diplómum, annars vegar í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og hins vegar í myndasögugerð frá École européenne supérieure de l’image í Angoulême, Frakklandi.
Elías Rúni hefur sent frá sér grafísku nóvelluna, Plöntuna á ganginum (2014), sem hann vann með systur sinni Elínu Eddu Þorsteinsdóttur, og heimildarmyndasöguna Kvár: Hvað er að vera kynsegin? (2021) sem var jafnframt útskriftarverkefni hans í grafískri hönnun. Myndasögur Elíasar hafa allflestar pólitískar skírskotanir og í þeim tekst hann m.a. á við kynjatvíhyggju, hinseginleika, loftlagsmál og stöðu flóttafólks.
Myndin af Elías Rúna er fengin af mbl.is
Ritaskrá
- 2023 Goðsögur frá Kóreu og Japan (ásamt Unni Bjarnadóttur)
- 2021 Kvár: Hvað er að vera kynsegin?
- 2014 Plantan á ganginum (ásamt Elínu Eddu Þorsteinsdóttur)
Tilnefningar
- 2021 Til Fjöruverðlaunanna fyrir Kvár
Heimasíða
https://eliasruni.com/