SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðbjörg Hermannsdóttir

Guðbjörg Hermannsdóttir var fædd 10. febrúar árið 1917 og ólst upp í stórum systkinahópi á Bakka við Húsavík.

Guðbjörg giftist Braga Guðjónssyni klæðskerameistara (1917–1983). Þau bjuggu alla tíð á Akureyri og eignuðust fimm börn.

Meðal barna Guðbjargar er Snjólaug Bragadóttir, rithöfundur og þýðandi, sem sló í gegn sem ástarsagnahöfundur á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar. Ef til vill hefur velgengni dótturinnar á ritvellinum hvatt Guðbjörgu til að feta í fótspor hennar því hún hóf að skrifa ástarsögur þegar sex bækur höfðu komið út eftir Snjólaugu. Alls komu út fimm skáldsögur eftir Guðbjörgu.

Guðbjörg lést 1997.

Sögur Guðbjargar eru nú aðgengilegar á Storytel.


Ritaskrá

  • 1982  Afbrot og ástir
  • 1981  Ást og dagar
  • 1980  Víða liggja leiðir
  • 1979  Krókaleiðir ástarinnar
  • 1978  Allir þrá að elska

Tengt efni