SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Helen Cova

Helen Cova er fædd 31. júlí árið 1989 og er uppalin í Venesúela.

Helen lagði stund á nám í bókmenntafræði í Caracas en fluttist til Íslands árið 2015.

Helen hefur sent frá sér barnabækur um Snúlla, sú fyrsta, Snúlla finnst gott að vera einn, kom út árið 2019, og Snúlla finnst erfitt að segja nei kom 2022.

2020 sendi Helen frá sér smásagnasafnið Sjálfsát – Að éta sjálfan sig þar sem fantasían, töfraraunsæið og óhugnaðurinn svífur yfir vötnum. Hún gefur bækur sínar út á þremur tungumálum; auk íslensku á ensku og spænsku.

Helen hefur birt ljóð í Tímariti Máls og menningar og tímaritinu Ós. The journal sem er eina fjöltungutímaritið á Íslandi. Einnig hefur hún látið að sér kveða í útgáfunni og félagasamtökunum Ós pressan, meðal annars gegnt þar formennsku.

Helen er búsett á Vestfjörðum.

Myndin er tekin af heimasíðu Helen Cova.


Ritaskrá

  • 2023  Ljóð fyrir klofið hjarta
  • 2023  Svona tala ég
  • 2022  Snúlla finnst erfitt að segja nei
  • 2022  Snulli learns to say no
  • 2022  A Snúli le cuesta decir no
  • 2020  Sjálfsát - Að éta sjálfan sig
  • 2020  Autosarcophagy : to eat oneself
  • 2019  Snúlla finnst gott að vera einn
  • 2019  A Snúlli le gusta estar solo

 

Heimasíða

https://www.helencova.com/

Tengt efni