SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Þorbjörg Vigfúsdóttir á Brekkum

Þorbjörg Vigfúsdóttir fæddist að Brekkum í Mýrdal 10. september 1941.

Hún ólst upp í Mýrdalnum og bjó lengst af á Selfossi, giftist Ólafi Eyjólfssyni  múrara og áttu þau fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. 

Tvær skáldsögur hafa komið út eftir Þorbjörgu undir skáldanafninu Þorbjörg frá Brekkum. Tryggðapantur kom fyrst út sem framhaldssaga í Heima er best 1973. Stúlkan handan við hafið kom síðan út 1978. Söguþráður seinni bókarinnar var kynntur á þessa leið: „Óttar hefur orðið fyrir mikilli ástarsorg og ætlar sér svo sannarlega ekki að láta ánetjast á ný. En þegar Sandra kemur óvænt eins og nýr sólargeisli inn í líf hans, þá blossar ástin upp. Þau reyna að bæia niður ofsalegar og heitar tilfinningar sínar og verða að berjast við margskonar erfiðleika áður en hin hreina og sanna ást sigrar að lokum.“

Þorbjörg lést 22. sept. 1995.

Ljósm. Dagblaðið Vísir 1.9.1991


Ritaskrá

  • 1978  Stúlkan handan við hafið
  • 1976  Tryggðarpantur

 

Tengt efni