SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Linda Ólafsdóttir

Linda Ólafsdóttir er fædd árið 1978. Hún er höfundur og myndhöfundur barnabóka.

Linda er með BFA gráðu og  kennsluréttindi frá Listaháskóla Íslands og MFA í myndlýsingum frá Academy of Art University í San Francisco, USA.

Linda hefur myndlýst fjölda bóka og má þar nefna Íslandsbók barnanna, Reykjavík barnanna, Blíðfinn, Draumaþjófinn, Barnaræningjann og hennar eigin höfundaverk, PLAY? eða LEIKA? sem gefin er út í Bandaríkjunum, Íslandi og Frakklandi. Árið 2021 myndlýsti Linda bókina Mindi and the goose no one else could see eftir hinn heimsþekkta rithöfund Sam McBratney, en bókin er gefin út af Walker Books UK og Candlewick USA og hefur þegar verið þýdd á nokkur tungumál.

Bók Lindu um Kvennafrídaginn, I DARE! I CAN! I WILL! - The Day the Icelandic Women Walked Out and Inspired the World - kemur út í Bandaríkjunum í mars 2023 og á Íslandi í október sama ár.

Fyrir verk sín hefur Linda hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna og má þar nefna tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunin, tilnefningu til Astrid Lindgren Memorial Awards og hefur hún í þrígang hlotið Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Fyrir Íslandsbók barnanna fékk Linda heiðurssæti á lista IBBY 2018.

Linda er talsmaður Fyrirmyndar, félags myndhöfunda, hefur setið í stjórn FÍT (Félags íslenskra teiknara og sat í Fulltrúaráði Myndstefs fyrir hönd FÍT. Linda er meðlimur í Rithöfundasambandi Íslands, í stjórn IBBY og stundakennari við Myndlistaskólann í  Reykjavík.

Linda starfar sjálfstætt og vinnur ötullega að barnamenningu með skrifum, myndlýsingum og kennslu ásamt því að taka virkan þátt í félagsstarfi höfunda og myndhöfunda og viðburðum á vegum Listar fyrir alla, Skálda í skólum og Mýrinni bókmenntahátíð. 


Ritaskrá

Frumsamdar bækur

  • 2023  Ég þori! Ég get! Ég vil! Konurnar sem gengu út
  • 2023  I dare! I can! I will! The day the Icelandic Women walked Out and Inspired the World
  • 2018  Leika?
  • 2017  Play?

 

Væntanlegt

  • 2024  In the middle!

 

Myndlýstar bækur

  • 2021  Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur
  • 2021  Mindi and the goose no one else could find see eftir Sam McBratney
  • 2020  Barnaræninginn eftir Gunnar Helgason
  • 2019  Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason
  • 2019  Blíðfinnur, eftir Þorvald Þorsteinsson
  • 2016  Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur
  • 2016  In gradma´s garden eftir Brendu Cockerell
  • 2015  Dúkka eftir Gerði Kristnýju
  • 2013  Mói hrekkjusvín 1 eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
  • 2014  Mói hrekkjusvín 2 eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
  • 2015  Mói hrekkjusvín 3 eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
  • 2015  Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana eftir Ólaf Hauk Símonarson,
  • 2014  Töfraflautan eftir Eddu Austmann
  • 2014  The beauty and the beast eftir Kathleen Olmstead
  • 2014  Krummahöllin eftir Björn Daníelsson
  • 2012  Thumbelina eftir Kathleen Olmstead
  • 2012  The princess and the pea eftir Diane Namm
  • 2009  Segðu mér og segðu… eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson

 

Væntanlegt

  • 2023  Here is Reykjavík! eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2022  Barnabókaverðlaun Reyjavíkurborgar fyrir best myndlýstu bókina fyrir Reykjavík barnanna
  • 2022  Fjöruverðlaunin í flokki barna-og ungmennabókmennta fyrir Reykjavík barnanna.
  • 2022  Verðlaun FÍT (Félags íslenskra teiknara) silfur í flokki Almennra myndlýsinga fyrir Reykjavík barnanna
  • 2021  Annað sæti í Verðlaunum bóksala fyrir Reykjavík barnanna
  • 2018  Heiðurslisti IBBY (International Board of Books for Young Readers) fyrir Íslandsbók barnanna
  • 2017  Verðlaun FÍT (Félags íslenskra teiknara) gull í flokki Almennra myndlýsinga fyrir Íslandsbók barnanna
  • 2017  Barnabókaverðlaun Reyjavíkurborgar fyrir best myndlýstu bókina fyrir Íslandsbók barnanna
  • 2017  Fjöruverðlaunin í flokki barna-og ungmennabókmennta fyrir Íslandsbók barnanna
  • 2016  Bókmenntaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir bestu myndlýstu barnabókina fyrir bókina Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana
  • 2015  Heiðursverðlaun Norræna Vatnslitafélagsins/ NordiskaAkvarellsällskapet og Winsor & Newton
  • 2014  Viðurkenning Vorvinda Ibby á Íslandi fyrir framlag til barnabókmennta

 

Tilnefningar

  • 2024  Til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir myndlýsingu á Ég þori! Ég get! Ég vil!
  • 2023  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Ég þori! Ég get! Ég vil!
  • 2021  Til Verðlauna Hagþenkis fyrir Reykjavík barnanna
  • 2021  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Reykjavík barnanna
  • 2016  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Íslandsbók barnanna
  • 2016  Til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir bestu myndskreyttu barnabókina fyrir bókina Eitthvað illt á leiðinni er
  • 2013  Til Astrid Lindgren Memorial Awards 2014

 

Þýðingar

  • 2020  Islandia per giovani viaggiatori (Silvia Cosimini þýddi á ítölsku)
  • 2019  Jouer? (Camille Guénot þýddi á frönsku)
  • 2017  Here is Iceland (María Helga Guðmundsdóttir þýddi á ensku)

 

Heimasíða

www.lindaolafsdottir.com