SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir24. janúar 2025

FIMM KONUR TILNEFNDAR TIL VIÐURKENNINGAR HAGÞENKIS

Til­kynnt var síðdeg­is í dag hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna, fyr­ir út­gáfu­árið 2024. Fimm konur fá viðurkenninguna.

Viður­kenn­ing Hagþenk­is felst í viður­kenn­ing­ar­skjali og 1.500.000 króna verðlauna­fé.

Viður­kenn­ing­ar­ráð Hagþenk­is er skipað fimm fé­lag­mönn­um til tveggja ára í senn og í því eru fyr­ir út­gáfu­árið 2024: Hall­dóra Jóns­dótt­ir, Kristján Leós­son, Ólöf Gerður Sig­fús­dótt­ir, Unn­ur Þóra Jök­uls­dótt­ir og Vil­hjálm­ur Árna­son, en Friðbjörg Ingimars­dótt­ir fram­kvæmda­stýra Hagþenk­is sér um verk­stjórn ráðsins.

Fjöl­breytt­ar bæk­ur

Eft­ir­far­andi höf­und­ar og bæk­ur eru til­nefnd í staf­rófs­röð höf­unda. Með fylg­ir um­sögn viður­kenn­ing­ar­ráðsins:

  • Árni Heim­ir Ing­ólfs­son fyr­ir Tón­ar út­lag­anna. Þrír land­flótta tón­list­ar­menn sem mótuðu ís­lenskt menn­ing­ar­líf sem Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag gef­ur út. „Vel skrifuð ör­laga­saga þriggja ein­stak­linga sem um­byltu tón­list­ar­menn­ingu lands­ins. Bók­in er ríku­lega studd heim­ild­um og prýdd mörg­um mynd­um.“
  • Ásdís Ing­ólfs­dótt­ir fyr­ir Und­ir­staðan – Efna­fræði fyr­ir fram­halds­skóla sem Iðnú gef­ur út. „Vandað kennslu­efni í ra­f­rænu formi sem kynn­ir und­ir­stöðuatriði efna­fræðinn­ar. Efnið er lagað að nú­tímaþörf­um nem­enda og kenn­ara með margskon­ar inn­byggðum hjálp­ar­tækj­um, auk fjölda vís­ana í ít­ar­efni sem nálg­ast má á ver­ald­ar­vefn­um.“
  • Erla Hulda Hall­dórs­dótt­ir fyr­ir Strá fyr­ir straumi. Ævi Sig­ríðar Páls­dótt­ur 1809–1871 sem Bjart­ur gef­ur út. „Áhrifa­rík ævi­saga sem varp­ar nýju ljósi á 19. öld­ina og veit­ir ein­staka inn­sýn í heim kvenna. Bygg­ir á ómet­an­leg­um bréf­um Sig­ríðar til bróður síns sem spanna hálfa öld.“
  • Guðjón Friðriks­son fyr­ir Börn í Reykja­vík sem For­lagið gef­ur út. „Fræðandi og for­vitni­leg bók um þær stór­felldu breyt­ing­ar sem orðið hafa á ís­lensku sam­fé­lagi og aðstæðum barna í borg­inni í hálfa aðra öld. Fal­leg­ur prent­grip­ur með fjölda ein­stakra ljós­mynda.“
  • Guðmund­ur Jóns­son (rit­stjóri) fyr­ir Ástand Íslands um 1700. Lífs­hætt­ir í bænda­sam­fé­lagi sem Sögu­fé­lagið gef­ur út. „Yf­ir­grips­mikið verk sem er afrakst­ur margra ára rann­sókna á lífs­hátt­um á Íslandi við upp­haf 18. ald­ar. Unnið er á ný­stár­leg­an, þverfag­leg­an hátt úr frum­heim­ild­um sem eru ein­stæðar á alþjóðavísu.“
  • Gunn­ar Harðar­son fyr­ir Fingra­för spek­inn­ar. Kafl­ar úr sögu ís­lenskr­ar heim­speki á miðöld­um sem Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag gef­ur út. „Vandað og vel skrifað rit­gerðasafn sem varp­ar nýju ljósi á heim­speki­lega hugs­un í ís­lensk­um forn­rit­um. Hug­mynd­ir, hug­tök og rök­færsl­ur eru skýrð í ljósi heim­speki miðalda.“
  • Ing­unn Ásdís­ar­dótt­ir fyr­ir Jötn­ar hund­vís­ir. Nor­ræn­ar goðsagn­ir í nýju ljósi sem Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag gef­ur út. „Höf­und­ur kann­ar frum­heim­ild­ir um jötna og jötna­meyj­ar í nor­ræn­um kveðskap og for­minj­um óháð túlk­un krist­inna miðalda­manna og kemst að frum­leg­um og áhuga­verðum niður­stöðum í aðgengi­legu fræðiriti.“
  • Mar­grét Tryggva­dótt­ir og Linda Ólafs­dótt­ir fyr­ir Ein­ar, Anna og safnið sem var bannað börn­um sem For­lagið gef­ur út. „Fróðleg og fal­leg barna­bók sem opn­ar per­sónu­lega leið inn í sögu merki­legs safns. Sam­spil mynd­efn­is og texta varp­ar áhuga­verðu ljósi á ár­daga ís­lenskr­ar nú­tíma­lista­sögu.“
  • Skafti Ingimars­son fyr­ir Nú blakta rauðir fán­ar. Saga komm­ún­ista- og sósí­al­ista­hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi 1918–1968 sem Sögu­fé­lagið gef­ur út. „Mik­il­vægt inn­legg í ís­lenska stjórn­mála­sögu tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar. Verkið veit­ir nýja inn­sýn í þátt­töku al­menn­ings í flokks­starfi og verka­lýðsbar­áttu um land allt.“
  • Þórir Óskars­son fyr­ir Svip­ur brot­anna. Líf og list Bjarna Thor­ar­en­sen sem Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag gef­ur út. „Metnaðarfull ævi­saga byggð á ít­ar­leg­um rann­sókn­um og hug­mynda­sögu­legri grein­ingu. Ljóðlist skálds­ins er sett í sam­hengi við þjóðleg­an arf og alþjóðlega strauma.“

 

Mynd: Mbl, Árni Sæberg

 

 

 

Tengt efni