SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Margrét Jónsdóttir frá Búrfelli

Margrét var fædd 09.01.1908 að Búrfelli í Vestur Húnavatnssýslu. Hún var síðast til heimilis á Vesturgötu í Reykjavík. Hún lést 7. febrúar 1990 og hvílir í Fossvogskirkjugarði. Ekki er vitað meira um hana en allar upplýsingar vel þegnar.

Um ævina samdi hún og gaf út sjálf eina ljóðabók, Ljósir blettir. Ljóð eftir hana birtust í Ljósberanum og Heimilisblaðinu.

Í formála bókarinnar segir hún m.a. að hún hafi grátið hástöfum þegar fermingarundirbúningi hennar og fermingarsystkina lauk hjá sr. Jóhanni Briem, svo sárt hafi henni þótt að njóta ekki fleiri samverustunda með þeim og hinum góða presti. 

 


Ritaskrá

1980 Ljósir blettir

Tengt efni