SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Hrafnhildur Valgarðsdóttir

Vilhelmína Hrafnhildur Valgarðsdóttir fæddist 11. janúar 1948 í Reykjavík. Hún missti móður sína þegar hún var tveggja ára og var tekin í fóstur af góðu fólki. Hún ólst upp í Laugardalnum, var í sveit og 18 ára að aldri bjó hún í eitt ár í Los Angeles. Eftir það fór Hrafnhildur í Kennaraskólann og útskrifaðist þaðan 1971, giftist og eignaðist sitt fyrsta barn sama ár.

Hrafnhildur kenndi víða og þótt hún væri einstæð með stórt heimili gaf hún sér samt tíma til að skrifa. Einnig skrifaði hún smásögur sem birtust í Lesbók Morgunblaðsins og ýmsum tímaritum sem þá voru í gangi. 

Hún vann ýmis störf, leysti m.a. af sem skólastjóri á Borgarfirði eystri og einnig í Þykkvabæ, vann við prófarkalestur, var ritstjóriABC , Húsfreyjunnar og blaðs Krýsuvíkusamtakanna og skrifaði unglingabækur, vann sem læknaritari og stofnaði svo eigin útgáfu HV 1994 sem síðar varð Krass ehf árið 1997. „Þá rættist sá draumur að geta skrifað og samið það sem mér sýndist og þurfti ekki að lúta neinum reglum sem aðrir vildu gjarnan setja mér. Börnin mín fjögur tóku öll mikinn þátt í óteljandi störfum fyrir útgáfuna og gerðu þar gæfumuninn því án þeirra hefði þetta aldrei tekist. Ég keypti allar vélar svo ég gæti prentað sjálf það sem ég vildi búa til og þá fæddust ýmsar gerðir af hugverkum mínum sem ég gat nú komið út án afskipta annarra. Auk þess að vinna við útgáfuna þá vann ég líka við kennslu í Reykjavík en einnig á Suðurnesjum þar sem ég bjó í 20 ár“ segir Hrafnhildur í viðtali í tilefni af 75 ára afmæli sínu þann 11. janúar 2023.


Ritaskrá

  • 2023  Söngur Súlu 2: Ást í mörgum myndum (skáldsaga)
  • 2013  Söngur Súlu (skáldsaga)
  • 1998  Kóngar í ríki sínu og krumminn á skjánum (barnabók)
  • 1996  Olnbogabörn (smásögur)
  • 1991  Í heimavist (unglingabók)
  • 1990  Dýrið gengur laust (unglingabók)
  • 1989  Púsluspil (unglingabók)
  • 1988  Kóngar í ríki sínu og prinsessan Petra (barnabók)
  • 1987  Í rangri veröld (smásögur)
  • 1987  Leðurjakkar og spariskór (unglingabók)
  • 1986  Kóngar í ríki sínu og prinsessan Petra (barnabók)

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 1996  Verðlaun í alþjóðlegri smásagnakeppni fyrir söguna Jólagjöf heilagrar Maríu
  • 1985  Fyrstu verðlaun í samkeppni Stórstúku Íslands IOGT, um unglingabók í tilefni barnaárs, fyrir Leðurjakka og spariskó
  • (óvíst með ártal)  Menningarverðlaun frá Vogum á Vatnsleysuströnd

 

Tengt efni