Elín Briem Jónsdóttir
Elín Rannveig Briem fæddist 19. október árið 1856. Hún var höfundur Kvennafræðarans og stofnandi Hússtjórnarskóla Reykjvíkur ásamt því að hafa vera forstöðukona Kvennaskólans á Ytri-Ey í Austur-Húnavatnssýslu á árunum 1883-1895.
,,Ef spurt væri að því bvaða íslenska bók hafi átt mestan þátt í að bæta lifnaðarhætti og heimilisstjórn Íslendinga, yrði svarið ótvírætt: Kvennafræðarinn. Ef húsmæður þær, er nú eru orðnar rosknar, og eigi áttu í uppvextinum kost á hússtjórnarfræðslu, væru spurðar að því, af hverjum þær hefðu auðgast mest að hagkvæmri þekkingu, mundu þær svara: Af Kvennafræðaranum hennar Elínar Briem. Og það er ekki ofsagt þótt sagt sé, að engin íslensk bók hefir valdið jafn mikilli og hollri breytingu á heimilunum, aukið hreinlæti, kennt hagsýni og gjört viðurværi manna fjölbreyttara, en þessi, ég vil segja, sígilda íslenska matreiðslubók. Matreiðslubók er ekki algjörlega réttnefni, því að Kvennafræðarinn fjallar um margt fleira en matreiðslu, um öll heimilisstörf, og er sanni nær að segja, að af Kvennafræðaranum geti hver meðalgreind kona lært flest það, er að hússtjórn lítur" (Heimild.:Kvennafræðarinn - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið )
Elín var dóttir Ingibjargar Eiríksdóttur Briem og Eggerts Gunnlaugssonar Briem sýslumanns í Eyjafirði. Hún var fædd á Espihóli í Eyjafirði og var tíunda barn þeirra af nítján. Faðir hennar varð sýslumaður Skagfirðinga árið 1861 og fluttist þá fjölskyldan að Viðvík. Elín fékk menntun í heimaskóla eins og systkinin sín en bræður hennar fóru í framhaldsnám sem hún hafði líka hug á að gera en á því var ekki nokkur kostur á. Hún réðst þá í það að koma á fót kvennaskóla í Skagafirði og fékk hún það í gegn haustið 1877. Kvennaskóli var formlega stofnaður í Ási í Hegranesi og tók Elín að sér kennslu þar um veturinn og eins næstu tvö árin þegar skólinn var fluttur á Hjaltastaði í Blönduhlíð. Illa gekk að fá skólanum fastan samastað og þegar Húnvetningar stofnuðu sinn kvennaskóla var Elín fengin til að stýra honum, skólinn var þá staðsetturin á Lækjamóti í Víðidal.
Elín hefur verið stórhuga kona og ein af þeim konum á Íslandi sem ruddu brautina og hvöttu aðrar konur til dáða, til mennta, til þess að þora og til þess að vilja. Án efa má segja að með sínum eldmóð hafi hún lagt grunn að því góða sem landið hefur nú upp á að bjóða í samvinnu við aðrar hugsjónakonur. Land sem er sjálfstætt og land sem býður upp á jafnrétti meira en flest önnur ríki á þessari jörð. Hennar skal nú minnst hér inn á skáld.is með sóma.
Dóttir Elínar var Margrét Jónsdóttir skáldkona
Kvennafræðarinn - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
Morgunblaðið - 134. tölublað (17.06.1979) - Tímarit.is (timarit.is)