SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir er fædd 20. ágúst 1893 að Árbæ í Holtum í Rangárvallasýslu.

Margrét var dóttir einstæðrar móður sem þá var ráðskona hjá Páli Briem sýslumanni. Móðir hennar hafði þrátt fyrir frátækt gengið í kvennaskólann hjá Elínu Briem á Ytri-Ey. Margrét ólst upp með móður sinni á ýmsum bæjum í Rangárvalla- og Árnessýslu.

Árið 1913 fluttust þær mæðgur til Reykjavíkur og bjuggu saman þar til móðirin lést árið 1956.

Margrét gekk í Kvennaskólann í Reykjavík 1910-1912 og starfaði eftir það við heimiliskennslu í Borgarfirði og Gullbringusýslu um árabil. Einnig stundaði hún verslunar- og skrifstofustörf. Árið 1923 fór hún til frekari menntunar til Danmerkur, sótti þar kennaranámskeið og vann við saumaskap. Þá var hún einn vetur í Björgvin í Noregi. Heim komin settist hún í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi árið 1926. Sama haust varð hún kennari við barnaskólann í Reykjavík og síðar við Austurbæjarskólann, en varð að hætta kennslu árið 1944 vegna veikinda.

Árið 1959 giftist Margrét Magnúsi Péturssyni, kennara frá Akureyri.

Margrét vann lengi sem gæslukona á Þjóðminjasafninu. Hún starfaði mikið að félagsmálum, meðal annars í Góðtemplarareglunni og í Lestarfélagi kvenna Reykjavíkur og var ritstjóri Æskunnar frá 1928-1942. 

Síðari ár ævi sinnar helgaði Margrét sig ritstörfum og var mjög mikilvirk á því sviði. Hún skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, en flestar bækur hennar, sögur, ljóð og leikrit, eru samdar fyrir börn, einkum stúlkur.

Fyrsta bók Margrétar er ljóðabókin Við fjöll og sæ sem kom út árið 1933, en alls gaf hún út sex ljóðabækur fyrir fullorðna. Þekktasta ljóð hennar er „Ísland er land þitt“ við vinsælt lag eftir Magnús Þór Sigmundsson.

Margrét lést í Reykjavík 9. desember 1971.

Heimild:

Helga Kress. 2001. „Margrét Jónsdóttir 1893-1971“, bls. 235. Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur.  Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.


Ritaskrá

  • 1970  Ný ljóð
  • 1968  Sögur úr sveit og borg og leikþættir
  • 1964  Í vökulok
  • 1961  Á léttum vængjum
  • 1959  Geira glókollur í Reykjavík
  • 1957  Geira glókollur
  • 1956  Góðir gestir
  • 1955  Todda í tveimur löndum
  • 1954  Todda kveður Ísland
  • 1953  Todda í Sunnuhlíð
  • 1953  Meðan dagur er
  • 1952  Ljóð við 10 sönglög eftir J. S. Bach
  • 1951  Todda frá Blágarði
  • 1951  Ljósið í glugganum
  • 1943  Vorið kemur
  • 1942  Góðir vinir
  • 1940  Laufvindar blása
  • 1933  Við fjöll og sæ

 

Þýðingar

  • 1974  Siggi og Logi saga í ljóðum gerð eftir erlendri fyrirmynd
  • 1949  Oft er kátt í koti: tólf smáleikrit fyrir börn
  • 1934  Árni og Erna e. Marie Henckel
  • 1934  Silfurturninn og Ólíkir drengir
  • 1933  Galdrakarlinn góði
  • 1931  Karen e. Helen Hempel

 

Tengt efni