SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Fífa Larsen

Fífa Larsen, fullu nafni Hólmfríður Þórunn Larsen fæddist í Reykjavík 14. janúar 1971. Hún útskrifaðist úr bókmenntafræði og ítölsku frá Háskóla Íslands og bjó svo og starfaði á Ítalíu í 18 ár. Árið 2016 fluttist Fífa með ítölskum eiginmanni sínum og sex börnum til Íslands og býr þar nú og starfar.

Fyrsta skáldsaga Fífu, Grátvíðir, kom út árið 2023 hjá Forlaginu.


Ritaskrá

2023 Grátvíðir