SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ingveldur Einarsdóttir frá Selkoti

Ingveldur fæddist að Arnarfelli í Þingvallasveit 5. nóvember 1877. Foreldrar hennar voru þau hjónin Gunnfríður Þorsteinsdóttir frá Stífllsdal og Einar Sigurðsson frá Selkoti. Inga eins og hún var jafnan kölluð var yngst barna þeirra, er á legg komust.

„Inga naut ekki mikillar skólamenntunar í æsku, fremur en aðrir hennar jafnaldrar, en ekki var hún nema fjögurra ára er sóknarpresturinn taldi hana læsa, og svo var hún næm og fróðleiksfús, að hún lærði hvaðeina er hú sá og heyrði. Hún var oft ein með móður sinni, afburða greindri konu, sem opnaði hug og augu dóttur sinnar fyrir öllu, sem fagurt er í mannlífinu, náttúrunni og bókmenntum, eftir því sem frekast var hægt á þeim tímum, fyrir þóndakonu, sem þrotlaust vann til að sjá sér og sínum farborða. Móðir Ingu var Ijóðelsk og vel hagmælt og kunni mikið af Ijóðum og rímum. Inga lærði því málið í ljóðum og var mjög ung, þegar hún fór sjálf að yrkja vísur og Ijóð. Og braglistin var henni drýgsta dægrastytting eftir að þrekið þvarr eftir langan og oftast strangan vinnudag. Lítið eitt hefur birzt á prenti af kvæðum hennar í tímaritum, einkum í Nýju Kvennablaði, og hafa verið mjög vinsæl.

Þegar Inga fór að stálpast, dvaldi hún oft hjá eða a. m. k. í nálægð afa síns og ömmu í Selkoti; var það henni mjög lærdómsríkt. Hjá ömmu sinni nam hún mörg heilræði fyrir lífið. Þeirra hjóna minntist hún fyrir nokkru á mjög skemmtilegan hátt i Nýju Kvennablaði imdir titlinum Hjónin í dalnum. Rúmlega tvítug að aldri vistaðist hún að Gröf (nú Grafarholt) í Mosfellssveit ...en fluttist síðan til Reykjavíkur. Þar leigði hún herbergi og prjónaði fyrir fólk á litia prjónavél, sem hún eignaðist, eða saumaði í húsum; á sumrin fór hún í síldarvinnu norður á land. ... Tveim til þrem árum eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, réðst hún að Suðurgötu 2, til frk. Sigríðar Thorarensen, sem þá kenndi hannyrðir í skólum bæjarins, og frk. Önnu Guðmundsdóttur, sem bjuggu þar saman, og er mér nær að halda, að þar hafi hún lifað sín beztu ár.

Frk. Sigríður var vel menntuð og uppalin á þess tíma höfðingjaheimili, átti marga góða kunningja, var glöð og hress í umgengni. Hún lærði fljótt að meta gáfur og sjálfsmenntun Ingu og hennar miklu umhyggju, og það féll svo vel á með þeim, að þær máttu helzt ekki hvor af annarri sjá. Gestkvæmt var hjá frk. Sigríði og alltaf glaðlegar og skemmtilegar umræður, enda oft saman komið margt menntað fólk og vinir frk. Sigríðar kynntust Ingu og buðu þeim saman heim, og hafa síðan sýnt Ingu mikla tryggð. í Suðurgötu 2 fékk Inga líka aðeins meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum, lestri góðra bóka, yrkja Ijóð og skrifa niður, hlusta á fyrirlestra og starfa í félögum. Hún gekk í Hvitabandið og starfaði í stjórn þess í mörg ár. Nokkru eftir andlát frk. Sigríðar, réðist Inga til frk. Halldóru Ólafs, kaupkonu í Reykjavík, og hjá henni var hún í 7 ár, eða þar til frk. Halldóra lézt. Það fór mjög vel á með þeim, og kom nú vel nærgætni Ingu, því Halldóra var oft við rúmið, enda orðin háöldruð. Fleiri en þeir, sem hér eru nefnd ir, hafa notið hjálpar og aðstoðar Ingu á ýmsa lund„ því æði margir, sem hana þekktu, kölluðu til hennar þegar þeim lá á, og ótrúlegt var, hvað Inga gat mörgum hjálpað.  Inga dvaldi siðustu árin á elliheimili, fyrst í Hveragerði og nú síðast á Grund, og dó þar“ ritar Helga S. Björnsdóttir í minningarorðum í Tímanum 16. desember 1958.

Helstu kvæði hennar eru Jónsmessunótt, Farfuglar, Eg hlusta á söng þinn svanur o.fl. „Það er einkennandi fyrir þjóðlíf vort, að við þrengstu kjör, og enga skóla, vaxa upp svo andlega sterkir og þjálfaðir einstaklingar, að þeir mega heilli þjóð heim bjóða og leysa gesti sína út með gjöfum. Þetta hefur Ingveldur Einarsdóttir tekizt með ritverkum sínum, þrátt fyrir það að hún dag hvern er annarra þjónn“ segir Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi í afmælisorðum til Ingveldar, í Nýja kvennablaðinu, 7. tbl. 1947.


Tengt efni