SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðrún Valdimarsdóttir

Guðrún Valdimarsdóttir frá Teigi í Vopnafirði fæddist 12. mars 1920 á Brunahvammi í Vopnafirði. Foreldrar hennar voru Guðfinna Þorsteinsdóttir, Erla skáldkona og Pétur Valdimar Jóhannesson.

Guðrún ólst upp í níu systkina hópi og við ástríki foreldra er kenndu börnunum sínum að virða náttúruna og meta umhverfi sitt. Þess sér stað í ljóðum hennar auk ástar og virðingar við samferðafólk. 

Guðrún lauk hefðbundnu skyldunámi en sautján ára gömul fór hún í Húsmæðraskólann á Hallormsstað þar sem hún stundað nám í tvo vetur.

Guðrún giftist Þorsteini Sigurðssyni húsasmíðameistara. Þau hófu búskap í Reykjavík en árið 1943 fluttu þau til Selfoss. 

Guðrún sinnti húsmóðurstörfum sínum af kostgæfni en er fækkaði í heimili starfaði hún um árabil í eldhúsi Sjúkrahúss Suðurlands.

Ljóð Guðrúnar hafa birts í bókunum Raddir að austan - Ljóð Austfirðinga, Huldumál - hugverk austfirskra kvenna og í Vængjatök - hugverk sunnlenskra kvenna. 

Ljóðabókin Bláklukkur kom út árið 2011 af Félag ljóðaunnenda á Austurland.


Ritaskrá

  • 2011  Bláklukkur

 

Tengt efni