SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Amalia Líndal Webb

Amalía Líndal Webb fæddist 19. maí 1926 í Cambrigde, Massachusettes í Bandaríkjunum og bjó alla sína skólagöngu í Boston.

Amalía stundaði nám í kvennaskóla í Boston frá 1939-1941, í J.E. Burke School frá 1942-1944, Boston University frá 1945-1949 og lauk þaðan prófi í blaðamennsku. Hún stundaði einnig nám í Writers Workshop árið 1960 og í félagsfræði árið 1965.

Árið 1948 giftist Amalia Baldri Líndal, efnaverkfræðingi, sem hún hafði kynnst á námsárunum í Boston, og fluttist með honum til Íslands 1949. Þau eignuðust fimm börn en skildu árið 1971.

Auk húsmóðurstarfanna stundaði Amalía blaðamennsku fyrir Christian Science Monitor og ritaði fjölda greina í erlend blöð og tímarit, fyrst og fremst um Ísland og íslensk málefni.

Amalía gaf og út bókina Ripples from Iceland árið 1962 og var síðan endurútgefin mörgum árum síðar. Er þar að finna ýmsar eftirtektarverðar athuganir á hegðun og hugsunarhætti íslendinga, sem hollt getur verið að hugleiða, því Amalía var hvergi feimin við að viðra skoðanir sínar. Hún horfði á atferli okkar hinu glögga auga gestsins og hafði að leiðarljósi hið fornkveðna, að „vinur er sá er til vamms segir“.  

Amalia var félagi í Blaðamannafélagi Íslands.

Árið 1967 hóf Amalía að gefa út ársfjórðungslega tímaritið 65 Degrees North, sem hún ritstýrði sjálf og fjallaði um íslensk málefni vítt og breitt, með megináherslu á mennta- og menningarmálum.

Eftir að Amalía og Baldur slitu samvistum, vann Amalía um tveggja ára bil á Hagstofu Íslands og kenndi ensku í Námsflokkunum, en afréð 47 ára gömul að flytjast til Kanada með börn sín. Í Kanada var róðurinn allerfiður í fyrstu, en Amalíu tókst þó fljótt að koma undir sig fótunum. Upp úr 1980 fór hún að gefa út eigið smásagnatímarit og seinustu æviárin kenndi hún smásagnagerð, fyrst í sex ár við háskólann í Toronto en síðar við háskólann í Guelph þangað sem hún fluttist með síðari eiginmanni sínum, Fred Webb, sem hún hafði kynnst í Kanada.

Uppúr 1980 tók hún sig til og stofnaði smásagnatímaritið Reader’s Choice og gaf það út í þrjú ár. 

Árið 1962 kom út í Bandaríkjunum Ripples from Iceland sem inniheldur hugleiðingar hennar um veruna á Íslandi.

Amalia lést 29. nóvember árið 1989 í Kanada.

 

Heimildir

Minningargreinar úr Morgunblaðinu 28. desember 1989 eftir Halldór Hansen og Sigurð A. Magnússon.


Ritaskrá

  • 1962  Ripples from Iceland

 

Tengt efni