SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Birgitta Haukdal

Birgitta Brynjarsdóttir Haukdal er fædd 28. júlí 1979 á Húsavík.

Birgitta var í popphljómsveitinni Írafár og ein ástsælasta söngkona landsins en svo sneri sér að því að skrifa barnabækur fyrir yngsta aldurshópinn.

Fyrsta bók hennar heitir Lára lærir að hjóla og varð hún strax vinsæl og síðan hafa komið fleiri bækur um þessa lífsglöðu stelpu með Ljónsa-bangsann sinn.

Aðspurð um boðskap Láru-bókanna segir Birgitta: „Mér finnst skipta máli að persónurnar í bókunum séu góðar fyrirmyndir. Krakkar eiga að geta samsamað sig við Láru, vini hennar og fjölskyldu. Lára á að vera þeim góð fyrirmynd en enginn er fullkominn og hún getur verið óþekk og gerir mistök. Bækurnar lýsa venjulegu lífi, þetta eru sögur úr raunveruleikanum, eitthvað sem þeim fullorðnu finnst hversdagslegt en börnum finnst vera stórkostlegt ævintýri“ (DV, 3.11.2017).

Birgitta býr í Reykjavík, er gift og á tvö börn.

Mynd af Birgittu: Alchetron


Ritaskrá

  • 2023  Lára missir tönn
  • 2023  Lára fer á jólaball
  • 2022  Hrekkjavaka með Láru
  • 2022  Lára fer í útilegu
  • 2021  Lára bakar
  • 2021  Lára lærir á hljóðfæri
  • 2021  Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa
  • 2020  Syngdu með Láru og Ljónsa
  • 2020  Lára fer í leikhús
  • 2019  Gamlárskvöld með Láru
  • 2019  Lára fer í sveitina
  • 2018  Lára fer til læknis
  • 2018  Afmæli hjá Láru
  • 2017  Lára
  • 2017  Ljónsi
  • 2017  Lára fer í sund
  • 2017  Jól með Láru
  • 2016  Lára fer á skíði
  • 2016  Kósíkvöld með Láru
  • 2015  Lára fer í flugvél
  • 2015  Lára lærir að hjóla

 

Þýðingar

  • 2022  Lara goes swimming (Abigail Charlotte Cooper þýddi á ensku)
  • 2022  Lara visits the farm (Abigail Charlotte Cooper þýddi á ensku)

 

 

 

Tengt efni