SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Harpa Árnadóttir

Harpa Árnadóttir er fædd á Bíldudal árið 1965 en ólst upp í Ólafsvík á Snæfellsnesi. 

Harpa snéri sér að myndlist eftir að hafa lokið B.A. - gráðu í sögu og bókmenntum við Háskóla Íslands. Hún nam við Myndlista- og handíðaskólann og lagði síðan stund á framhaldsnám við Konsthögskolan Valand í Gautaborg. Verk Hörpu hafa verið keypt og sýnd af söfnum víða í Evrópu og þau birtust á fyrsta tvíæringnum í Gautaborg, á Momentum, sjötta norræna tvíæringnum í samtímalist í Moss í Noregi. Árið 1995 vann hún hina virtu teiknikeppni Unga tecknare sem National Museum í Stokkhólmi. Vatnslitaverk hennar hafa unnið til Co Art-vatnslitaverðlaunanna hjá Nordiska Akvarellssalskapet. Málverk hennar hafa verið tilnefnd til forvals í Carnegie Art Award. 

Sumarið 2011 gaf bókaútgáfan Crymogea út safn texta og vatnslitaverka eftir Hörpu undir heitinu Júní. Nýleg einkasýning hennar er Skuggafall - Leiðin til ljóssins í LIstval GAllerí vorið 2024 og Surface of memory í Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn, 2022-23.

Harpa gaf út ljóðabókina Skuggafall og leiðin til ljóssins nú í janúar í tilefni 60 ára afmælissins hennar þann 26. janúar 2025.

Harpa býr og starfar á Bíldudal.


Ritaskrá

2025 Skuggafall og leiðin til ljóssins