Eliza Reid
Eliza Reid fæddist 5. maí 1976. Hún er rithöfundur, fyrirlesari, jafnréttissinni og annar stofnenda Iceland Writer Retreat. Hún fæddist í Kanada og ólst þar upp en hefur búið á Íslandi í yfir 20 ár. Fyrsta bók hennar, Sprakkar. Kvenkyns skörungar Íslands og hvernig þær leitast við að breyta heiminum varð metsölubók hér á landi og í Kanada og hefur verið þýdd á átta tungumál.
Eliza hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir ómetanlegt framlag í þágu íslenskra bókmennta og ritlistar árið 2024. Elíza hefur talað fyrir mikilvægi íslenskra bókmennta og þess að þjóðin hafi aðgengi að þýddu erlendu efni sem víkki sjóndeildarhringinn. Hún hefur verið ötul að kynna íslenskar bókmenntir og koma íslenskum rithöfundum á framfæri erlendis á fjölbreyttum vettvangi. Þegar Sprakkar kom út sem hljóðbók árið 2022 fékk hún mikið lof frá hlustendum og var tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2023.
Frá 2016-2024 gengdi Eliza hlutverki foresetafrúar á Íslandi en hún er gift Guðna Th. Jóhannessyni. Þau búa í Garðabæ ásamt fjórum börnum sínum.
Í viðtali við New York Times í febrúar 2022, "What makes Iceland so Great? Ask its First Lady", segir m.a. um Elízu:
Some of the reasons, Reid writes, are historic and specific: There’s Iceland’s brutal weather, which demands an all-hands-on-deck practicality. There’s its small size (population equivalent to that of Anaheim, California), which allows for swift adoption of new policies. And there are its popular sagas, featuring ancient sprakkar like Long-Legs Hallgerdur, who back in the 10th century took deadly revenge on her husband for slapping her (it wasn’t the world’s most peaceful country back then, apparently).
Meira um Elizu, verk hennar og baráttumál: https://elizareid.com/
Ritaskrá
- 2025 Death of a Diplomat
- 2025 Dauði diplómata. Magnea Matthíasdóttir þýddi.
- 2022 Secrets of Sprakkar. Iceland´s extraordinary women and how they are changing the world
- 2021 Sprakkar. Kvenkyns skörungar Íslands og hvernig þær leitast við að breyta heiminum. Magnea Matthíasdóttir þýddi
Verðlaun og viðurkenningar
- 2024 Storytel heiðursverðlaun fyrir ómetanlegt framlag í þágu íslenskra bókmennta og ritlistar
- 2022 Bookpal´s OWL (Outstanding Works of Literature) Women in Business Category
Tilnefningar
- 2023 Tilnefnd til í Íslensku hljóðbókaverðlaunanna
- 2022 Sprakkar: New York Times Book Review Editors’ Pick.