FYRSTA SKÁLDSAGA ELIZU REID
Í dag kemur út fyrsta skáldsaga Elizu Reid, fyrrum forsetafrúar vorrar. Þetta er spennandi og listilega fléttuð glæpasaga þar sem leyndarmálin eru afhjúpuð hvert af öðru, segir í kynningartexta. Áður hefur Eliza sent frá sér metsölubókina Sprakkar. Kenskörungar Íslands og hvernig þær leitast við að breyta heiminum. Söguþráðurinn spinnst á þessa leið:
Hópur kanadískra diplómata er veðurtepptur í opinberri heimsókn í Vestmannaeyjum, þar á meðal sendiherra Kanada á Íslandi og eiginkona hans. Á meðan óveðrið geisar snæða gestirnir saman hátíðarkvöldverð – en svo hnígur aðstoðarsendiherrann niður fyrir framan viðstadda. Fljótlega kemur í ljós að um morð er að ræða og ýmsir liggja undir grun: athafnamaðurinn sem svífst einskis í samningum, meistarakokkurinn sem reiðir fram dýrindis máltíðir úr nærumhverfinu og dularfulla myndlistarkonan sem er að opna sýningu á byggðasafni bæjarins, svo nokkrir séu nefndir. En sendiherrafrúin er hvergi bangin og ákveður að komast til botns í málinu upp á eigin spýtur.
Magnea J. Matthíasdóttir þýddi bókina úr ensku (og þýddi Sprakka líka).
Útgáfuhóf er haldið í dag í Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð, fimmutdaginn 27. mars kl 16:30. Eliza les upp og áritar, bókin er á sérstöku tilboði, léttar veitingar og hörkustuð í boði.
Elizu hlotnast í dag verðugur sess í skáldatalinu góða.