SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Íris Ösp Ingjaldsdóttir

Íris Ösp fæddist 16. júlí 1975 og ólst upp í Breiðholtinu þar sem hún gekk í Breiðholtsskóla og síðar í Fjölbrautarskólann í Breiðholti.

Íris lauk kandídatsprófi við lagadeild HÍ og starfaði sem lögfræðingur til fjölda ára. Meðfram lögfræðistörfum sótti hún námskeið í skapandi skrifum hjá Þorvaldi Þorsteinssyni og Björgu Árnadóttur og námskeið í leikritagerð hjá Hlín Agnarsdóttur.

Árið 2019 kom fyrsta skáldsaga Írisar út, spennutryllirinn Röskun, en kvikmynd byggð á bókinni er væntanleg í kvikmyndahús á næstu mánuðum.

Íris er gift Friðriki Þorsteinssyni og eiga þau þrjú börn.

 


Ritaskrá

  • 2025  Bylur
  • 2019  Röskun
  • 2013  Bláar dyr (ásamt fleiri höfundum)

 

Tengt efni